Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa 2. október 2012 04:00 Johannes Hahn byggðamálastjóri ESB kom hingað í stutta heimsókn fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA „Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira