Katrín fer gegn Árna Páli Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 14:00 Katrín Júlíusdóttir settist í fyrsta sinn í stól fjármála- og efnahagsráðherra í dag Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti í suðvesturkjördæmi í prófkjöri Samfylkingarinnar. „Ég hef verið að melta þetta með mér í nokkurn tíma og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í það sæti. Svo er það félagsmanna í suðvesturkjördæmi að taka ákvörðun um það hvernig þeir vilja stilla upp. Ég allavega býð mig fram," segir Katrín, sem tók við lyklavöldum í ráðuneytinu nú skömmu eftir hádegið. Árni Páll Árnason er fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og sækist hann áfram eftir því sæti, en Katrín er annar. Bæði hafa þau verið orðuð við formannsframboð. Spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns svarar Katrín: „Ég segi nú bara: Eitt í einu! Það er heilmikið að gefa kost á sér að vera oddviti í kjördæmi. Ef það gengur eftir þá mun ég auðvitað sjá til. En það er einn slagur fyrst og síðan mun ég meta stöðuna í framhaldi af því. En það er ekkert ákveðið og ég hef ekki gengið með formanninn í maganum hingað til en maður á aldrei að útiloka neitt í pólitík," segir Katrín. Árni Páll gefur heldur enn ekkert upp um hvort hann stefni á að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir ekki heldur ljóst hvenær hann gerir upp hug sinn. „Það bara kemur þegar það kemur," segir hann. Ljóst er að sá sem verður ofan á í prófkjörinu, sem fram fer um miðjan nóvember, þykir sterkt formannsefni. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti í suðvesturkjördæmi í prófkjöri Samfylkingarinnar. „Ég hef verið að melta þetta með mér í nokkurn tíma og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í það sæti. Svo er það félagsmanna í suðvesturkjördæmi að taka ákvörðun um það hvernig þeir vilja stilla upp. Ég allavega býð mig fram," segir Katrín, sem tók við lyklavöldum í ráðuneytinu nú skömmu eftir hádegið. Árni Páll Árnason er fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og sækist hann áfram eftir því sæti, en Katrín er annar. Bæði hafa þau verið orðuð við formannsframboð. Spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns svarar Katrín: „Ég segi nú bara: Eitt í einu! Það er heilmikið að gefa kost á sér að vera oddviti í kjördæmi. Ef það gengur eftir þá mun ég auðvitað sjá til. En það er einn slagur fyrst og síðan mun ég meta stöðuna í framhaldi af því. En það er ekkert ákveðið og ég hef ekki gengið með formanninn í maganum hingað til en maður á aldrei að útiloka neitt í pólitík," segir Katrín. Árni Páll gefur heldur enn ekkert upp um hvort hann stefni á að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir ekki heldur ljóst hvenær hann gerir upp hug sinn. „Það bara kemur þegar það kemur," segir hann. Ljóst er að sá sem verður ofan á í prófkjörinu, sem fram fer um miðjan nóvember, þykir sterkt formannsefni.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira