Innlent

Stálu vörum fyrir rúmar 6 milljónir

Mæðgur hafa verið dæmdar fyrir stórfelldan þjófnað úr verslunum, en dómur þess eðlis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Móðirin skal sæta fangelsi í fimmtán mánuði, en 12 mánuðir eru skilorðsbundnir. Dóttirin fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm en refsingu er frestað og fellur hún niður eftir þrjú ár haldi hún skilorð þann tíma.

Báðar konurnar játuðu brot sín skýlaust. Sú yngri var fyrst dæmd fyrir þjófnað þegar hún var 16 ára gömul en móðir hennar hafði ekki verið dæmd áður. Engu að síður þótti brot þeirra stórfellt, enda stálu þær vörum fyrir tæplega sex og hálfa milljón frá janúar 2010 fram í október árið 2011 en þá hafði lögreglan loks hendur í hári þeirra. Konurnar stálu yfir fimmhundruð skópörum, fatnaði og snyrtivörum úr fjölda verslana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×