Innlent

Jarðskjálftar við Grímsey

mynd/veðustofa
Jarðskjálfti að stærð 3.2 með upptök um tuttugu kílómetra austan við Grímsey varð klukkan þrjú í nótt. Annar skjálfti, 2.6 að stærð, varð á sömu slóðum klukkan sex í morgun.

Síðan þá hafa nokkrir minni skjálftar mælst. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa engar tilkynningar borist um að fólk hafi fundið fyrir skjálftunum. Jarðskjálftar eru afar algengir á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×