Innlent

Fundu 600 töflur af rítalíni og skotvopn í húsleit

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á haglabyssur, riffla með hljóðdeyfum, lyfseðilsskyld lyf og peninga í húsleit síðastliðinn föstudag.

Málavextir voru þeir að lögreglan fékk upplýsingar um að karlmaður á fimmtugsaldri væri að selja lyfseðilsskyld lyf. Við húsleit fundust tvær haglabyssur, tveir rifflar og hljóðdeyfar á þá. Einnig fannst töluvert magn af lyfjum að mestu leyti í sölupakkningum. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða tæplega 600 töflur af Ritalíni og rúmlega 100 töflur af Mogadon.

Á vettvangi fundust einnig nokkrar milljónir í peningum og seðlatalningavél sem lögreglan segir að gefi ákveðnar vísbendingar um umfang sölunnar. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa selt lyfseðilsskyld lyfi til langs tíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×