Innlent

Tveir bílar eyðilögðust í eldi

Tveir mannlausir bílar eyðilögðust í eldi þar sem þeir stóðu fyrir utan iðnaðarhús við Bygggarða á Seltjarnarnesi.

Slökkviliði var tilkynnt um eld í einum bíl, en þegar það kom á vettvang hafði hann teygt sig í nálægan bíl og magnast mjög í honum. Slökkvistarf gekk vel og var nálægt hús ekki í hættu. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×