Innlent

Boraði í ellefu þúsund volta streng

Akureyri.
Akureyri.
Alvarlegt vinnuslys varð á Akureyri á fjórða tímanum í dag þegar karlmaður boraði í ellefu þúsund volta rafmagnsstreng. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brenndist maðurinn illa á úlnliðum og andliti og verður á gjörgæslu í nótt.

Maðurinn var að leggja ljósleiðara úr heimahúsi í svokallaðan tengibrunn. Þegar maðurinn var að bora sig inn í brunninn lenti hann á strengnum. Allt rafmagn sló út í Glerárhverfinu á Akureyri en nýjustu upplýsingar Vísis herma að enn sé unnið að viðgerð.

Það er ljóst að betur fór en á horfði miðað við aðstæður en svona mikið rafmagn getur hæglega orðið manneskju að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×