ÖSE samþykkir tillögu Péturs Blöndal Karen Kjartansdóttir skrifar 8. júlí 2012 19:14 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu samþykkti í gær tillögur frá Pétri Blöndal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem miða að því að koma í veg fyrir hringferla peninga með raðeignarhaldi og innistæðulausri eignabólu fyrirtækja. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, eða ÖSE, er meðal annars ætlað að efla öryggi, mannréttindi, lýðræði í aðildarríkjunum. Á árlegu þingi þess í Mónakó um helgina var tillaga Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, samþykkt en hún miðar að því að koma í veg fyrir hringferla peninga með raðeignarhaldi, lánveitingum og öðrum hætti, sem gerir fyrirtækjum kleift að blása út eignir sínar án innistæðu. Pétur segir þetta vera alþjóðlegt vandamál og því sé mikilvægt að reglur séu samræmdar um allan heim. Ekki sé nóg að koma í veg fyrir þessa veilu í einstaka löndum. Þá má nefna að formaður efnahagsnefndar ÖSE hvatti þingmenn sérstaklega til að fylgja tillögum Péturs eftir heima fyrir en slík hvatningarorð þykja sérstök. "Það er mjög sérstakt og sýnir það að menn sjá hvað þetta er alvarlegt mál og hvað það er mikilvægt að finna á þessu einhverja lausn," segir Pétur. Einkum sýndi fulltrúi Breta málinu áhuga og segir Pétur það ánægjuefni því mikilvægt sé að fá stóru þjóðirnar til að sinna þessu máli sem allra fyrst. Öll ríki Evrópu eiga aðild að ÖSE auk Bandaríkjanna, Kanada, Kasakstan, Kirgisía, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu samþykkti í gær tillögur frá Pétri Blöndal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem miða að því að koma í veg fyrir hringferla peninga með raðeignarhaldi og innistæðulausri eignabólu fyrirtækja. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, eða ÖSE, er meðal annars ætlað að efla öryggi, mannréttindi, lýðræði í aðildarríkjunum. Á árlegu þingi þess í Mónakó um helgina var tillaga Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, samþykkt en hún miðar að því að koma í veg fyrir hringferla peninga með raðeignarhaldi, lánveitingum og öðrum hætti, sem gerir fyrirtækjum kleift að blása út eignir sínar án innistæðu. Pétur segir þetta vera alþjóðlegt vandamál og því sé mikilvægt að reglur séu samræmdar um allan heim. Ekki sé nóg að koma í veg fyrir þessa veilu í einstaka löndum. Þá má nefna að formaður efnahagsnefndar ÖSE hvatti þingmenn sérstaklega til að fylgja tillögum Péturs eftir heima fyrir en slík hvatningarorð þykja sérstök. "Það er mjög sérstakt og sýnir það að menn sjá hvað þetta er alvarlegt mál og hvað það er mikilvægt að finna á þessu einhverja lausn," segir Pétur. Einkum sýndi fulltrúi Breta málinu áhuga og segir Pétur það ánægjuefni því mikilvægt sé að fá stóru þjóðirnar til að sinna þessu máli sem allra fyrst. Öll ríki Evrópu eiga aðild að ÖSE auk Bandaríkjanna, Kanada, Kasakstan, Kirgisía, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira