Facebook í tvísýnum línudansi 27. október 2012 20:30 Leiðin hefur legið upp á við hjá Mark Zuckerberg og Facebook síðustu ár. Frá því að Facebook fór á markað í vor hefur virðið hins vegar fallið um tæpan helming. Mynd/AFP Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðarkringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar.Góðar fréttir Facebook fékk að vísu jákvæðar fréttir í fyrradag þegar afkomutölur frá þriðja ársfjórðungi voru nokkru betri en sérfræðingar á Wall Street bjuggust við. Þar kom fram að 32ja prósenta tekjuaukning var frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það sem er hins vegar umhugsunarvert er að aukningin milli ára var 45 prósent á fyrsta fjórðungi og 32 prósent á öðrum fjórðungi. Að því leyti virðist ekki vera mikill vöxtur í tekjuöflun. Hins vegar var aðra vonarglætu að sjá í því að tekjur af farsíma- og spjaldtölvunotendum jukust nokkuð. Þó að 60 prósent notenda Facebook noti nú slík tæki hefur reynst erfitt að búa til tekjur úr þeim möguleikum. Nú gæti þó farið að rofa til enda hafa Mark Zuckerberg og hans fólk komið fram með ýmsar nýjungar til að auka tekjur, en óljóst er hvernig þær munu koma til með að leggjast í notendur.Borga sig upp á toppinn Að undanförnu hefur Facebook meðal annars kynnt til sögunnar valmöguleika til að nýta síðuna til að kaupa gjafir (úr raunheimi) fyrir vini sína. Fyrr í mánuðinum bættist svo annar möguleiki við þar sem notendum með innan við fimm þúsund vini, gefst þess kostur að "kaupa sig upp". Það er, að greiða fasta upphæð fyrir það að tryggja að innlegg eins og stöðuuppfærslur eða ljósmyndir fari efst í fréttadálk vina og haldist þar. Eins og stendur er um tilraunaverkefni að ræða og hefur það einungis staðið til boða í nokkrum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, en fyrirtæki um heim allan hafa haft svipaðan möguleika frá í maí. Nýjasta útspilið er það sem Facebook kallar "Collections". Þar geta einstakir notendur merkt við myndir af vörum sem þeim líst á og fyrirtæki hafa sett á Facebook. Á myndunum verður hnappur merktur "Want" eða "Collect" sem nota má til að bæta vörunni í safn og, ef þannig ber undir, kaupa. Ekki verður þó keypt beint í gegnum Facebook, heldur færist notandi yfir á síðu viðkomandi fyrirtækis. Facebook segist ekki munu taka þóknun fyrir þessa þjónustu, og slíkt standi ekki til.Úr söluvöru í viðskiptavin Með þessum nýjustu útspilum Facebook má sjá mjög ákveðna stefnubreytingu þar sem notendur síðunnar eru ekki lengur söluvara, eins og hingað til, heldur eru stigin skref yfir í átt að vefverslun þar sem Facebook-notendur eru í stórauknum mæli orðnir viðskiptavinir.Jafnvægislistin Enn er óútséð með hvernig þessar lausnir verða útfærðar, en það mikilvægasta er að ganga ekki fram af notendum. Peningaplokk og auglýsingaflóð getur hæglega skemmt fyrir upplifun hins almenna notanda. Zuckerberg verður því að sigla á milli skers og báru í þessum efnum. Annars vegar verður hann að þjónkast meðeigendum sínum og tryggja að fyrirtækið vaxi og dafni, og hins vegar verður hann að tryggja ánægju notenda, sem eru hin eina sanna auðlind, og sjá til þess að þeir verði ekki afhuga Facebook, heldur haldi áfram að uppfæra, kommenta, deila og læka. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðarkringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar.Góðar fréttir Facebook fékk að vísu jákvæðar fréttir í fyrradag þegar afkomutölur frá þriðja ársfjórðungi voru nokkru betri en sérfræðingar á Wall Street bjuggust við. Þar kom fram að 32ja prósenta tekjuaukning var frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það sem er hins vegar umhugsunarvert er að aukningin milli ára var 45 prósent á fyrsta fjórðungi og 32 prósent á öðrum fjórðungi. Að því leyti virðist ekki vera mikill vöxtur í tekjuöflun. Hins vegar var aðra vonarglætu að sjá í því að tekjur af farsíma- og spjaldtölvunotendum jukust nokkuð. Þó að 60 prósent notenda Facebook noti nú slík tæki hefur reynst erfitt að búa til tekjur úr þeim möguleikum. Nú gæti þó farið að rofa til enda hafa Mark Zuckerberg og hans fólk komið fram með ýmsar nýjungar til að auka tekjur, en óljóst er hvernig þær munu koma til með að leggjast í notendur.Borga sig upp á toppinn Að undanförnu hefur Facebook meðal annars kynnt til sögunnar valmöguleika til að nýta síðuna til að kaupa gjafir (úr raunheimi) fyrir vini sína. Fyrr í mánuðinum bættist svo annar möguleiki við þar sem notendum með innan við fimm þúsund vini, gefst þess kostur að "kaupa sig upp". Það er, að greiða fasta upphæð fyrir það að tryggja að innlegg eins og stöðuuppfærslur eða ljósmyndir fari efst í fréttadálk vina og haldist þar. Eins og stendur er um tilraunaverkefni að ræða og hefur það einungis staðið til boða í nokkrum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, en fyrirtæki um heim allan hafa haft svipaðan möguleika frá í maí. Nýjasta útspilið er það sem Facebook kallar "Collections". Þar geta einstakir notendur merkt við myndir af vörum sem þeim líst á og fyrirtæki hafa sett á Facebook. Á myndunum verður hnappur merktur "Want" eða "Collect" sem nota má til að bæta vörunni í safn og, ef þannig ber undir, kaupa. Ekki verður þó keypt beint í gegnum Facebook, heldur færist notandi yfir á síðu viðkomandi fyrirtækis. Facebook segist ekki munu taka þóknun fyrir þessa þjónustu, og slíkt standi ekki til.Úr söluvöru í viðskiptavin Með þessum nýjustu útspilum Facebook má sjá mjög ákveðna stefnubreytingu þar sem notendur síðunnar eru ekki lengur söluvara, eins og hingað til, heldur eru stigin skref yfir í átt að vefverslun þar sem Facebook-notendur eru í stórauknum mæli orðnir viðskiptavinir.Jafnvægislistin Enn er óútséð með hvernig þessar lausnir verða útfærðar, en það mikilvægasta er að ganga ekki fram af notendum. Peningaplokk og auglýsingaflóð getur hæglega skemmt fyrir upplifun hins almenna notanda. Zuckerberg verður því að sigla á milli skers og báru í þessum efnum. Annars vegar verður hann að þjónkast meðeigendum sínum og tryggja að fyrirtækið vaxi og dafni, og hins vegar verður hann að tryggja ánægju notenda, sem eru hin eina sanna auðlind, og sjá til þess að þeir verði ekki afhuga Facebook, heldur haldi áfram að uppfæra, kommenta, deila og læka.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira