Sala án áfengisgjalds ekki upplýst af ÁTVR 21. ágúst 2012 07:00 Lög mæla fyrir um að tilteknir aðilar sem ríkisstjórnin ákveður og þeir sem njóta skattfrelsis á Íslandi samkvæmt alþjóðasamningum megi kaupa áfengi af ÁTVR án þess að borga áfengisgjald. FRéttablaðið/Anton ÁTVR neitar að upplýsa um sölu á áfengi á kostnaðarverði til ríkisstofnana. Aðeins menntamálaráðuneytið og forsetaembættið hafa svarað Fréttablaðinu um innkaupin frá því fyrirspurn var send viðkomandi aðilum um miðjan júlí. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur sér óheimilt að veita upplýsingar um sölu fyrirtækisins á áfengi án áfengisgjalds. Þann 10. júlí síðastliðinn óskaði Fréttablaðið eftir því við ÁTVR að fá upplýsingar um heildarsölu fyrirtækisins samkvæmt reglum um aðila sem rétt hafa á því að kaupa áfengi á kostnaðarverði. Spurt var um tímabilið 2005 til 2012 og beðið um sundurliðun eftir hverjum og einum sem heyrir undir reglurnar. „ÁTVR telur að það sé óheimilt að veita upplýsingar sem snerta viðskiptavini. Jafnframt er það skoðun ÁTVR að upplýsingalögin taki ekki til svona tilvika enda taki þau til málefna viðkomandi stofnunar en ekki þriðja aðila,“ segir í svari sem barst 16. júlí frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Nánar um málið segir í svari ÁTVR að þótt starfsemi fyrirtækisins sé í stórum þáttum stjórnsýslulegs eðlis sé fyrirtækið engu að síður einkaaðili í skilningi upplýsingalaga. „Lögin taka aðeins til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til þess að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna,“ segir ÁTVR sem kveður sölu áfengis, hvort sem hún sé til einkaaðila eða opinberra aðila eins og ráðuneyta, ekki falla í þennan flokk. „Salan er hluti af þjónustustarfsemi ÁTVR sem er afdráttarlaust undanþegin skyldu til afhendingar upplýsinga. Fyrirspurnin fellur þannig utan gildissviðs laganna og er því hafnað.“ Í framhaldi af svari ÁTVR óskaði Fréttablaðið þann 17. júlí eftir upplýsingum um áfengisinnkaup beint frá þeim aðilum sem falla undir áðurgreindar reglur samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Þetta eru embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti, embætti biskups Íslands auk sjálfs fyrirtækisins ÁTVR. Aðeins hafa borist upplýsingar frá forsetaembættinu, sem svaraði 23. júlí og mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem svaraði 13. ágúst. Aðrir ýmist hafa ekki svarað eða vísa til tímaskorts vegna sumarleyfa. Meðal þess sem kemur fram í svörunum er að forsetaembættið keypti áfengi á kostnaðarverði fyrir 1.858.916 krónur árið 2008 og fyrir 1.887.410 krónur á árinu 2011. Sömu tölur fyrir menntamálaráðuneytið eru 1.063.460 krónur árið 2008 og 797.494 krónur í fyrra. gar@frettabladid.is Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
ÁTVR neitar að upplýsa um sölu á áfengi á kostnaðarverði til ríkisstofnana. Aðeins menntamálaráðuneytið og forsetaembættið hafa svarað Fréttablaðinu um innkaupin frá því fyrirspurn var send viðkomandi aðilum um miðjan júlí. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur sér óheimilt að veita upplýsingar um sölu fyrirtækisins á áfengi án áfengisgjalds. Þann 10. júlí síðastliðinn óskaði Fréttablaðið eftir því við ÁTVR að fá upplýsingar um heildarsölu fyrirtækisins samkvæmt reglum um aðila sem rétt hafa á því að kaupa áfengi á kostnaðarverði. Spurt var um tímabilið 2005 til 2012 og beðið um sundurliðun eftir hverjum og einum sem heyrir undir reglurnar. „ÁTVR telur að það sé óheimilt að veita upplýsingar sem snerta viðskiptavini. Jafnframt er það skoðun ÁTVR að upplýsingalögin taki ekki til svona tilvika enda taki þau til málefna viðkomandi stofnunar en ekki þriðja aðila,“ segir í svari sem barst 16. júlí frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Nánar um málið segir í svari ÁTVR að þótt starfsemi fyrirtækisins sé í stórum þáttum stjórnsýslulegs eðlis sé fyrirtækið engu að síður einkaaðili í skilningi upplýsingalaga. „Lögin taka aðeins til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til þess að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna,“ segir ÁTVR sem kveður sölu áfengis, hvort sem hún sé til einkaaðila eða opinberra aðila eins og ráðuneyta, ekki falla í þennan flokk. „Salan er hluti af þjónustustarfsemi ÁTVR sem er afdráttarlaust undanþegin skyldu til afhendingar upplýsinga. Fyrirspurnin fellur þannig utan gildissviðs laganna og er því hafnað.“ Í framhaldi af svari ÁTVR óskaði Fréttablaðið þann 17. júlí eftir upplýsingum um áfengisinnkaup beint frá þeim aðilum sem falla undir áðurgreindar reglur samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Þetta eru embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti, embætti biskups Íslands auk sjálfs fyrirtækisins ÁTVR. Aðeins hafa borist upplýsingar frá forsetaembættinu, sem svaraði 23. júlí og mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem svaraði 13. ágúst. Aðrir ýmist hafa ekki svarað eða vísa til tímaskorts vegna sumarleyfa. Meðal þess sem kemur fram í svörunum er að forsetaembættið keypti áfengi á kostnaðarverði fyrir 1.858.916 krónur árið 2008 og fyrir 1.887.410 krónur á árinu 2011. Sömu tölur fyrir menntamálaráðuneytið eru 1.063.460 krónur árið 2008 og 797.494 krónur í fyrra. gar@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira