Innlent

Hressingarhæli Hringsins friðað

GAR skrifar
Vígt árið 1926 og er með elstu húsum í Kópavogi.Fréttablaðið/Heiða
Vígt árið 1926 og er með elstu húsum í Kópavogi.Fréttablaðið/Heiða
Hressingarhælið í Kópavogi hefur verið friðað af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

Fram kemur á heimasíðu Kópavogsbæjar að þar með hafi tvö hús verið friðuð í bænum því gamli Kópavogsbærinn hafi verið friðaður í síðasta mánuði. Bæði húsin eru á Kópavogstúni og hafa verið í mikilli niðurníðslu en bæjarstjórnin ákvað nýverið að hefja endurbætur á þeim.

Á vef bæjarins segir að Kvenfélagið Hringurinn hafi fengið landspildu úr Kópavogsjörðinni árið 1925 og reist þar vinnu- og hressingarhæli eftir uppdrætti Guðjóns Samúelssonar. Kristinn Sigurðsson múrarameistari hafi byggt húsið.

Vitnað er til Húsafriðunarnefndar sem segir Hressingarhælið hafa afar mikið menningarsögulegt gildi sem vitnisburður um framlag Hringskvenna til íslenskra heilbrigðismála og vegna starfseminnar í húsinu.

„Byggingin hefur jafnframt mikið listrænt gildi sem heillegt dæmi um verk Guðjóns Samúelssonar, eins merkasta arkitekts þjóðarinnar á 20. öld. Þá hefur byggingin einstakt sögulegt og umhverfislegt gildi fyrir Kópavogsbæ. Hælið er ein elsta og merkasta byggingin í bæjarfélaginu, sem byggðist að mestu eftir seinni heimsstyrjöld,“ segir Húsafriðunarnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×