Innlent

Hæstiréttur þyngir dóminn í Frón-málinu

Agné við aðalmeðferð málsins.
Agné við aðalmeðferð málsins. Mynd/365
Hæstiréttur dæmdi í dag Agné Krataviciuté í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana í júlí á síðasta ári, veitt því skurðáverka í andliti og koma líkama þess fyrir í ruslageymslu Hótel Frón, þar sem Agné starfaði við þrif. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Agné í tveggja ára fangelsi.

Hún neitaði alfarið sök við aðalmeðferð málsins og kannaðist ekki við að hafa eignast barn yfirhöfuð. Hún var metin sakhæf af geðlæknum. Farið var fram á 16 ára fangelsi yfir Agné.

Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru fyrir manndráp og dæmd fyrir grein almennra hegningarlaga númer 212 sem hljóðar svo:

„Ef móðir deyðir barn sitt í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum."

Agné er einnig gert að greiða barnsföður sínum 600 þúsund krónur í miskabætur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.