Innlent

Stöð 2 sendir í fyrsta sinn út í HD

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stöð 2 mun í fyrsta skipti í kvöld senda út í beinni útsendingu í HD gæðum. Það verður gert þegar aftansöngur jóla fer fram frá Grafarvogskirkju. „Þetta er í fyrsta sinn sem Stöð 2 er með beina útsendingu í HD gæðum, en Stöð 2 Sport sendi út landsmót hestamanna í HD í sumar," segir Gísli Berg, útsendingastjóri aftansöngsins. Hann segir að erlent íþróttaefni hafi þó verið sent út í HD gæðum síðan 2009. Aftansöngurinn verður að sjálfsögðu líka sendur út í beinni á Vísi, þannig að notendur Vísis um víða veröld geta fylgst með. Útsendingin hefst um klukkan sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×