Lífið

Hjónavígsla í sögufrægu húsi

Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir.
Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir.
Rithöfundarnir Yrsa Þöll Gylfadóttir og Gunnar Theodór Eggertsson gengu í hjónaband á næstsíðasta degi nýliðins árs.

Það var allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson sem gaf þau saman í bakgarði hins sögufræga húss Næpunnar við Skálholtsstíg en veislan fór svo fram í Næpunni sjálfri. Við sama tækifæri var dóttur hjónanna gefið nafn.

Meðal gesta í veislunni var Magnús Þór Jónsson, Megas, en hann er vinur og samstarfsmaður móður Gunnars, Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur, til langs tíma. Þá er Þórður sonur Megasar kvæntur systur Yrsu, Bryndísi Höllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.