Innlent

Íslendingar endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu

Þessi björgunarsveitarmaður með kind í fanginu.
Þessi björgunarsveitarmaður með kind í fanginu.
Íslendingar eiga fulltrúa á lista á vefsíðunni buzzfeed.com sem 1,2 milljónir manna hafa deilt á Facebook og 35 þúsund sett á Twitter-síðu sína. Listinn ber einfaldlega titilinn: „26 augnablik sem að endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu."

Á listanum eru ýmis góðverk fólks á árinu. Í 16.sæti listans eru björgunarsveitarmenn sem björguðu fé sem lá fast í fönn eftir óveðrið á Norðausturlandi í september. Hundruð björgunarsveitarmanna unnu dag og nótt við að bjarga kindunum sem höfðu legið fastar undir snjónum í fleiri vikur. Um 12 þúsund fjár voru fastar í fönninni eftir að óveðrið gekk yfir.

Hægt er að skoða listann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×