Innlent

Vildi Hitler á frímerki en fékk ekki

Ágústa Hrund Steinarsdóttir
Ágústa Hrund Steinarsdóttir
„Þetta er mjög vinsælt, en þetta er náttúrulega lúxusvara og það þarf að borga meira fyrir frímerkið,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, en hægt er að láta prenta frímerki eftir fjölskyldumyndum eða hvaða myndum sem verða vill. „Þetta gefur extra „töts“ á umslagið og gerir það persónulegra. Það er merkilegt að vera á frímerki.“

Fyrirtækið hefur boðið upp á þessa þjónustu í nokkur ár og Ágústa segir að vinsælast sé að setja fjölskyldumyndir á frímerkin, eða myndir af gæludýrum. Þá er einn viðskiptavinur duglegur að setja myndir af formúlubílum á frímerkin, að sögn Ástu. „Þá kom beiðni um að fá mynd af Hitler á frímerki, en það var ekki leyft.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×