Segir minnihluta koma í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. desember 2012 18:50 Minnihluti Alþingis kemur með málþófi í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá þingsins líkt og fjárlög. Þetta segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Óvissa er enn um þinglok en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að umræðum um rammaáæt verði frestað fram yfir áramót. Ekki sér fyrir endann á annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um vernd og orkunýtingu landssvæða eða rammaáætlun á Alþingi. Umræðurnar hafa staðið í ríflega 40 klukkustundir og yfir eitt hundrað ræður verið haldnar. Starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir að jólafrí hefjist á fimmtudaginn. Ásta Ragnheiður, forseti Alþingis, hefur fundað með þingflokksformönnum í dag til að reyna að ná samkomulagi um þinglok og hefur það enn ekki tekist. „Menn eru auðvitað að tala saman og reyna að ná lendingu í þingflokki, umræðan hefur verið óvenjulöng og tíminn naumur fyrir fjárlögin. Það er orðið mjög áríðandi að ljúka þessu fyrir jól," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að umræðunni um rammaáætlun verði frestað fram yfir áramóti. „Við munum reyna það sem við getum til þess að fá breytingar á rammaáætluninni, kannski tekst það ekki," sagði Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars um málið en hann lítur svo á að niðurstaðan eigi að vera sátt á milli flokka. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það dyljist engum að þarna sé að eiga sér stað málþóf. „Og það er verið að koma í veg fyrir að meirihluti Alþingis fái að greiða atkvæði um málið." Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Minnihluti Alþingis kemur með málþófi í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá þingsins líkt og fjárlög. Þetta segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Óvissa er enn um þinglok en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að umræðum um rammaáæt verði frestað fram yfir áramót. Ekki sér fyrir endann á annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um vernd og orkunýtingu landssvæða eða rammaáætlun á Alþingi. Umræðurnar hafa staðið í ríflega 40 klukkustundir og yfir eitt hundrað ræður verið haldnar. Starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir að jólafrí hefjist á fimmtudaginn. Ásta Ragnheiður, forseti Alþingis, hefur fundað með þingflokksformönnum í dag til að reyna að ná samkomulagi um þinglok og hefur það enn ekki tekist. „Menn eru auðvitað að tala saman og reyna að ná lendingu í þingflokki, umræðan hefur verið óvenjulöng og tíminn naumur fyrir fjárlögin. Það er orðið mjög áríðandi að ljúka þessu fyrir jól," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að umræðunni um rammaáætlun verði frestað fram yfir áramóti. „Við munum reyna það sem við getum til þess að fá breytingar á rammaáætluninni, kannski tekst það ekki," sagði Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars um málið en hann lítur svo á að niðurstaðan eigi að vera sátt á milli flokka. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það dyljist engum að þarna sé að eiga sér stað málþóf. „Og það er verið að koma í veg fyrir að meirihluti Alþingis fái að greiða atkvæði um málið."
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira