Innlent

Löndunarbið á Vopnafirði um helgina

Löndunarbið skapaðist á Vopnafirði um helgina þegar þjú stór loðnuskip komu þangað með farma, nánast samtímis.

Löndun gengur hægar en ella, þegar verið er að landa til manneldis. Nú er búið að landa úr Ingunni og Faxa og verið er að landa úr Lundey.

Áhafnirnar fara nú í jólaleyfi og er ekkert loðnuskip er lengur á miðunum norður af landinu. Að sögn skipstjórans á Lundey varð loðnu vart á stóru svæði og býst hann við að kraftur verði í veiðunum strax eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×