Innlent

Starfandi bæjarstjóri leystur frá störfum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Akranes.
Akranes.
Bæjarstjórn Akraness ákvað á lokuðum fundi sínum í gær að Jón Pálmi Pálsson bæjarritari og settur bæjarstjóri verði tímabundið leystur frá vinnuskyldu þessa viku.

Ástæðan er sú að vaknað hefur grunur að um geti verið að ræða brot á starfsskyldum. Nú fer í gang skoðun á málavöxtum og mun bæjarstjórn taka frekari ákvarðanir á grundvelli niðurstaðna hennar, gefi hún tilefni til.

Í tilkynningu á vef Akraness kemur fram að bæjarstjórn hefur jafnframt ákveðið að Andrés Ólafsson gegni skyldum bæjarritara þessa viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×