Ísland eigi Grímsstaði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar 30. júlí 2012 06:00 Enn er von til að eitthvað gott komi út úr styrnum um hina merku jörð Grímsstaði á Fjöllum, dyragættinni að víðernum Íslands. Í fæðingu er löngu tímabær umræða um gildi lands og yfirráða yfir landi og auðævum þess. Þjóðarvakning? Inn í umræðuna tvinnast margvíslegir fletir stórveldahagsmuna, stórskipahafna og olíuhreinsunarstöðva. Öllu æir saman sem aftur hefur orðið til að vekja upp gagnrýna, lifandi umræðu. Slíkt er gott. Á liðnu ári lagði ég fram þingsályktunartillögu með ýtarlegri greinargerð um landsölumál fyrr og nú. Þar er lagt til að endurskoða allt lagaumhverfi er varðar uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmiðið yrði m.a. ?að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili og fasta búsetu, á landi; að huga að almennum viðmiðum, svo sem landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem heimilt er að sé á hendi eins og sama aðila; að horfa til umhverfissjónarmiða og ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af sérstökum aðstæðum varðandi landbúnaðarland, óbyggðir og náttúruauðlindir (svo sem vatn og jarðhita).? Það er brýnt að hefjast handa við þetta verkefni. Það ríður og á að Grímsstaðamálið, sem allt hefur verið með nokkrum ólíkindum, fái farsælar lyktir. Fyrirhugaðar áætlanir um svæðið eru eins og í svæsnustu vísindaskáldsögu. Eitt er víst: Ef landið glatast, hvort heldur er í eign utan landsteina eða svokallaðri langtímaleigu, þá fæst það ekki aftur. Hægt er að höggva á hnútinn með því að íslenska ríkið í nafni okkar þegnanna allra festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ríkið á þegar fjórðung í jörðinni og stór landflæmi á öræfum eru lendur þjóðarinnar allrar. Barnabörn okkar geta þá ákveðið þegar þar að kemur hvað verður um landið. Þá eiga þau í það minnsta val. Mér segir svo hugur um að þegar þar að kemur muni áform dagsins í dag virðast jafn fjarstæðukennd og að selja norðurljósin eða að virkja Gullfoss. Er kannski komið að okkar kynslóð að sýna vott af auðmýkt? Í augnablikinu kostar okkur þetta vissulega fjármuni, en framtíðin er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Enn er von til að eitthvað gott komi út úr styrnum um hina merku jörð Grímsstaði á Fjöllum, dyragættinni að víðernum Íslands. Í fæðingu er löngu tímabær umræða um gildi lands og yfirráða yfir landi og auðævum þess. Þjóðarvakning? Inn í umræðuna tvinnast margvíslegir fletir stórveldahagsmuna, stórskipahafna og olíuhreinsunarstöðva. Öllu æir saman sem aftur hefur orðið til að vekja upp gagnrýna, lifandi umræðu. Slíkt er gott. Á liðnu ári lagði ég fram þingsályktunartillögu með ýtarlegri greinargerð um landsölumál fyrr og nú. Þar er lagt til að endurskoða allt lagaumhverfi er varðar uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmiðið yrði m.a. ?að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili og fasta búsetu, á landi; að huga að almennum viðmiðum, svo sem landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem heimilt er að sé á hendi eins og sama aðila; að horfa til umhverfissjónarmiða og ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af sérstökum aðstæðum varðandi landbúnaðarland, óbyggðir og náttúruauðlindir (svo sem vatn og jarðhita).? Það er brýnt að hefjast handa við þetta verkefni. Það ríður og á að Grímsstaðamálið, sem allt hefur verið með nokkrum ólíkindum, fái farsælar lyktir. Fyrirhugaðar áætlanir um svæðið eru eins og í svæsnustu vísindaskáldsögu. Eitt er víst: Ef landið glatast, hvort heldur er í eign utan landsteina eða svokallaðri langtímaleigu, þá fæst það ekki aftur. Hægt er að höggva á hnútinn með því að íslenska ríkið í nafni okkar þegnanna allra festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ríkið á þegar fjórðung í jörðinni og stór landflæmi á öræfum eru lendur þjóðarinnar allrar. Barnabörn okkar geta þá ákveðið þegar þar að kemur hvað verður um landið. Þá eiga þau í það minnsta val. Mér segir svo hugur um að þegar þar að kemur muni áform dagsins í dag virðast jafn fjarstæðukennd og að selja norðurljósin eða að virkja Gullfoss. Er kannski komið að okkar kynslóð að sýna vott af auðmýkt? Í augnablikinu kostar okkur þetta vissulega fjármuni, en framtíðin er í húfi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar