Ísland eigi Grímsstaði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar 30. júlí 2012 06:00 Enn er von til að eitthvað gott komi út úr styrnum um hina merku jörð Grímsstaði á Fjöllum, dyragættinni að víðernum Íslands. Í fæðingu er löngu tímabær umræða um gildi lands og yfirráða yfir landi og auðævum þess. Þjóðarvakning? Inn í umræðuna tvinnast margvíslegir fletir stórveldahagsmuna, stórskipahafna og olíuhreinsunarstöðva. Öllu æir saman sem aftur hefur orðið til að vekja upp gagnrýna, lifandi umræðu. Slíkt er gott. Á liðnu ári lagði ég fram þingsályktunartillögu með ýtarlegri greinargerð um landsölumál fyrr og nú. Þar er lagt til að endurskoða allt lagaumhverfi er varðar uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmiðið yrði m.a. ?að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili og fasta búsetu, á landi; að huga að almennum viðmiðum, svo sem landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem heimilt er að sé á hendi eins og sama aðila; að horfa til umhverfissjónarmiða og ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af sérstökum aðstæðum varðandi landbúnaðarland, óbyggðir og náttúruauðlindir (svo sem vatn og jarðhita).? Það er brýnt að hefjast handa við þetta verkefni. Það ríður og á að Grímsstaðamálið, sem allt hefur verið með nokkrum ólíkindum, fái farsælar lyktir. Fyrirhugaðar áætlanir um svæðið eru eins og í svæsnustu vísindaskáldsögu. Eitt er víst: Ef landið glatast, hvort heldur er í eign utan landsteina eða svokallaðri langtímaleigu, þá fæst það ekki aftur. Hægt er að höggva á hnútinn með því að íslenska ríkið í nafni okkar þegnanna allra festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ríkið á þegar fjórðung í jörðinni og stór landflæmi á öræfum eru lendur þjóðarinnar allrar. Barnabörn okkar geta þá ákveðið þegar þar að kemur hvað verður um landið. Þá eiga þau í það minnsta val. Mér segir svo hugur um að þegar þar að kemur muni áform dagsins í dag virðast jafn fjarstæðukennd og að selja norðurljósin eða að virkja Gullfoss. Er kannski komið að okkar kynslóð að sýna vott af auðmýkt? Í augnablikinu kostar okkur þetta vissulega fjármuni, en framtíðin er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Enn er von til að eitthvað gott komi út úr styrnum um hina merku jörð Grímsstaði á Fjöllum, dyragættinni að víðernum Íslands. Í fæðingu er löngu tímabær umræða um gildi lands og yfirráða yfir landi og auðævum þess. Þjóðarvakning? Inn í umræðuna tvinnast margvíslegir fletir stórveldahagsmuna, stórskipahafna og olíuhreinsunarstöðva. Öllu æir saman sem aftur hefur orðið til að vekja upp gagnrýna, lifandi umræðu. Slíkt er gott. Á liðnu ári lagði ég fram þingsályktunartillögu með ýtarlegri greinargerð um landsölumál fyrr og nú. Þar er lagt til að endurskoða allt lagaumhverfi er varðar uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmiðið yrði m.a. ?að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili og fasta búsetu, á landi; að huga að almennum viðmiðum, svo sem landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem heimilt er að sé á hendi eins og sama aðila; að horfa til umhverfissjónarmiða og ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af sérstökum aðstæðum varðandi landbúnaðarland, óbyggðir og náttúruauðlindir (svo sem vatn og jarðhita).? Það er brýnt að hefjast handa við þetta verkefni. Það ríður og á að Grímsstaðamálið, sem allt hefur verið með nokkrum ólíkindum, fái farsælar lyktir. Fyrirhugaðar áætlanir um svæðið eru eins og í svæsnustu vísindaskáldsögu. Eitt er víst: Ef landið glatast, hvort heldur er í eign utan landsteina eða svokallaðri langtímaleigu, þá fæst það ekki aftur. Hægt er að höggva á hnútinn með því að íslenska ríkið í nafni okkar þegnanna allra festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ríkið á þegar fjórðung í jörðinni og stór landflæmi á öræfum eru lendur þjóðarinnar allrar. Barnabörn okkar geta þá ákveðið þegar þar að kemur hvað verður um landið. Þá eiga þau í það minnsta val. Mér segir svo hugur um að þegar þar að kemur muni áform dagsins í dag virðast jafn fjarstæðukennd og að selja norðurljósin eða að virkja Gullfoss. Er kannski komið að okkar kynslóð að sýna vott af auðmýkt? Í augnablikinu kostar okkur þetta vissulega fjármuni, en framtíðin er í húfi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun