Enski boltinn

Alberto Aquilani fer frá Liverpool til Fiorentina

Alberto Aquilani er á förum til ítalska liðsins Fiorentina.
Alberto Aquilani er á förum til ítalska liðsins Fiorentina. Getty Images / Nordic Photos
Alberto Aquilani er á förum til ítalska liðsins Fiorentina. Aquilani sem Liverpool keypti frá Roma árið 2009 fyrir 20 milljónir punda sem nemur um 3,8 milljarða kr, var í láni á síðustu leiktíð hjá AC Milan. Leiktíðina þar á undan var hann einnig í láni frá Liverpool og þá hjá Juventus.

Aquilani sem er 28 ára náði aldrei að sanna sig hjá Liverpool og hann yfirgaf leikmannahóp Liverpool sem er við æfingar í Bandaríkjunum. Kaupverð Fiorentina hefur ekki verið gefið upp en talið er að verðfall hafi verið umtalsvert á leikmanninum. Brendan Rodgers er sagður ætla að tryggja sér þjónustu Joe Allen leikmanns Swansea en búist við að hann verði kynntur til leiks nú síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×