Innlent

Börnin ómeidd eftir bílveltu

Þrjú börn á aldrinum þriggja, sjö og tíu ára, sluppu ómeidd eftir að bifreið sem þau voru í valt á Álftanesvegi um klukkan þrjú í dag. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn var að sinna börnunum þegar bifreiðin varð stjórnlaus og valt á veginum. Börnin og ökumaðurinn reyndust ómeidd eftir skoðun á slysadeild en þau voru öll í belti, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×