Erlent

Ísraelski herinn segir Assad enn vera í Damaskus

Ísraelski herinn staðhæfir að Bashar al-Assad forseti Sýrlands sé enn í Damaskus höfuðborg Sýrlands.

Miklar vangaveltur hafa verið um að forsetinn hafi flúið frá höfuðborginni fyrir helgina. Vitað er að ísraelski herinn heldur úti öflugu og þéttriðnu njósnaneti í Sýrlandi.

Einn af æðstu yfirmönnum ísraleska hersins segir að herinn í Sýrlandi sé enn hliðhollur Assad þrátt fyrir mikið liðhlaup og flótta herforingja og hermann úr landi á undanförnum vikum og mánuðum. Því haldi Assad og fjölskylda hans enn til í höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×