Innlent

Rannsóknir á kalkþörungum hefjast á Ísafirði

BBI skrifar
Horft yfir Ísafjarðardjúp.
Horft yfir Ísafjarðardjúp.
Rannsóknir á kalkþörungasetlögum í Ísafjarðardjúpi munu hefjast í næsta mánuði. Ef allt gengur að óskum og rannsóknirnar reynast jákvæðar sjá menn fram á að verksmiðja geti risið á norðanverðum Vestfjörðum innan fimm ára. Þar með skapast 25-35 föst störf.

Neil Shiran K. Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, telur að verkefnið geti orðið mikil lyftistöng fyrir svæðið.

Ef rannsóknirnar leiða í ljós að fýsilegt sé að nema kalkþörunga af hafsbotninum mun verksmiðjan vinna bætiefni úr kalkþörungum sem dælt verður þaðan. Svipuð starfsemi er nú við Bíldudal.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kalkþörungalög í Ísafjarðardjúpi eru skoðuð. Árið 2010 rannsökuðu Frakkar svæðið og höfðu áhuga á þörungunum. Þeir fylgdu rannsóknunum hins vegar ekki eftir.

Það eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vaxtarsamningur Vestfjarða, Íslenska kalkþörungafélagið og Celtic Sea Minerals sem standa að rannsóknunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×