Ekki í myndinni að refsa hælisleitendum stigur@frettabladid.is skrifar 22. desember 2012 09:00 Sundahöfn Hælisleitendur hafa ítrekað verið gripnir við að reyna að komast um borð í skip í Sundahöfn á árinu.Fréttablaðið/vilhelm Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira