Mega ekki krefjast sannana á pappír olikr@frettabladid.is skrifar 22. desember 2012 06:30 Bauhaus Í ákvörðun Neytendastofu er Bauhaus sagt brjóta lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, sem og reglur um útsölur.Fréttablaðið/GVA Auglýsingar byggingavöruverslunarinnar Bauhaus um „bestu verðin í landinu“ og „besta verðið í Reykjavík“ brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá eru ólöglegar kvaðir sem Bauhaus leggur á neytendur sem vilja nýta sér „verðvernd“ fyrirtækisins. Þetta kemur fram í nýrri, en óbirtri, ákvörðun Neytendastofu. Ákvörðunin, dagsett 12. desember, er sögð taka gildi við birtingu og verður Bauhaus þá bannað að fullyrða um besta verð. Jafnframt verður fyrirtækinu „bannað að leggja þá skilyrðislausu og íþyngjandi kröfu“ á fólk sem vilja nýta sér verðvernd verslunarinnar að það leggi fram skriflega staðfestingu á pappír fyrir lægra verði keppinautar. Neytendastofa segir að seljandi sem bjóði viðskiptavinum sínum verðvernd eigi sjálfur að gæta þess að verð hans sé það lægsta. „Neytendastofa telur þá kvöð Bauhaus að neytandinn þurfi í öllum tilfellum að leggja fram skriflega staðfestingu, á pappír, fyrir verði keppinautar, vera afar íþyngjandi og í andstöðu við ákvæði 10. greinar reglu númer 366/2008 [um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði]. Auk þess telur Neytendastofa skilyrðið fela í sér óréttmæta viðskiptahætti sem líklegir eru til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda […] enda líkur á að neytendur ákveði að eiga viðskipti við Bauhaus í ljósi verðverndar en nýti sér ekki verðvernd vegna þeirra íþyngjandi kvaða sem gerðar eru til sönnunar á verði keppinauta.“ Ákvörðunin kemur í kjölfar kvartana til Neytendastofu, annars vegar frá Húsasmiðjunni og hins vegar frá Ólafi Haukssyni. Neytendastofa féllst hins vegar ekki á að banna ætti Bauhaus að takmarka verðverndina þannig að hún gilti ekki um vörur sem aðrir bjóða í takmörkuðu magni og í takmarkaðan tíma, opnunartilboð, sérpantanir eða vörur sem seldar eru í póst- eða í vefverslunum. Bauhaus, Byko, Húsasmiðjan og Múrbúðin keppa hart á markaði byggingarvöru.Í sumar bannaði Neytendastofa Byko að birta fullyrðingar um „lægsta verðið“ í sínum verslunum. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira
Auglýsingar byggingavöruverslunarinnar Bauhaus um „bestu verðin í landinu“ og „besta verðið í Reykjavík“ brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá eru ólöglegar kvaðir sem Bauhaus leggur á neytendur sem vilja nýta sér „verðvernd“ fyrirtækisins. Þetta kemur fram í nýrri, en óbirtri, ákvörðun Neytendastofu. Ákvörðunin, dagsett 12. desember, er sögð taka gildi við birtingu og verður Bauhaus þá bannað að fullyrða um besta verð. Jafnframt verður fyrirtækinu „bannað að leggja þá skilyrðislausu og íþyngjandi kröfu“ á fólk sem vilja nýta sér verðvernd verslunarinnar að það leggi fram skriflega staðfestingu á pappír fyrir lægra verði keppinautar. Neytendastofa segir að seljandi sem bjóði viðskiptavinum sínum verðvernd eigi sjálfur að gæta þess að verð hans sé það lægsta. „Neytendastofa telur þá kvöð Bauhaus að neytandinn þurfi í öllum tilfellum að leggja fram skriflega staðfestingu, á pappír, fyrir verði keppinautar, vera afar íþyngjandi og í andstöðu við ákvæði 10. greinar reglu númer 366/2008 [um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði]. Auk þess telur Neytendastofa skilyrðið fela í sér óréttmæta viðskiptahætti sem líklegir eru til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda […] enda líkur á að neytendur ákveði að eiga viðskipti við Bauhaus í ljósi verðverndar en nýti sér ekki verðvernd vegna þeirra íþyngjandi kvaða sem gerðar eru til sönnunar á verði keppinauta.“ Ákvörðunin kemur í kjölfar kvartana til Neytendastofu, annars vegar frá Húsasmiðjunni og hins vegar frá Ólafi Haukssyni. Neytendastofa féllst hins vegar ekki á að banna ætti Bauhaus að takmarka verðverndina þannig að hún gilti ekki um vörur sem aðrir bjóða í takmörkuðu magni og í takmarkaðan tíma, opnunartilboð, sérpantanir eða vörur sem seldar eru í póst- eða í vefverslunum. Bauhaus, Byko, Húsasmiðjan og Múrbúðin keppa hart á markaði byggingarvöru.Í sumar bannaði Neytendastofa Byko að birta fullyrðingar um „lægsta verðið“ í sínum verslunum.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira