Innlent

Neitaði að gefa upp persónuupplýsingar

Rúmlega tvítugur maður var handtekinn í nótt á Reykjanesbrautinni en hann ók ölvaður og var án ökuréttinda.

Hann var ekki sá eini sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af vegna ölvunaraksturs í nótt.

Einn var handtekinn á Vitastíg sem ók á móti umferð. Annar á Fífuhvammsvegnum, sá er erlendur og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar.

Þá var ökumaður stöðvaður á Bústaðarveginum undir morgun en ekki var hægt að ræða við hann sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×