Innlent

Féll af 3. hæð á Akureyri - Snjóskaflinn bjargaði lífi hennar

Tvítug stúlka hrapaði niður af svölum þriðju hæðar fjölbýlishúss á Akureyri á sjötta tímanum í nótt en svo heppilega vildi til að hún lenti í snjóskafli og varð ekki meint af.

Fallið var um sex og hálfur metri og segir varðstjóri hjá lögreglunni að snjóskaflinn sem hún lenti í hafi að öllum líkindum bjargað lífi hennar, auk þess sem það er ákveðin tilviljun að undanfarna daga hefur verið hlýindi og hláka, svo snjórinn var þéttur og blautur.

Um óhapp er að ræða, að sögn lögreglunnar, en stúlkan var í gleðskap í íbúðinni ásamt fjölmörgum öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×