Innlent

Kastaði hnífi í átt að lögreglumönnum

Karlmaður vopnaður hnífi réðst að lögreglumönnum um kvöldmatarleytið í gær við Bríetartún í Reykjavík. Hann ógnaði fyrst lögreglumönnum sem voru inni í bíl.

Þegar félagar þeirra komu á vettvang og ætluðu að afvopna manninn þá kastaði hann hnífnum í átt að þeim án þess að hæfa þá. Hnífurinn var með tuttugu sentimetra lögnu blaði. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu.

Þá var tilkynnt um mann með hníf í miðborginni um fimm leytið í nótt. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lagt var hald á hnífinn og var manninum sleppt að loknu viðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×