Grafalvarlegt að hafna frestun á gildistöku nýrra barnalaga Höskuldur Kári Schram skrifar 22. desember 2012 18:37 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það grafalvarlegt að Alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Óvænt tíðindi urðu á Alþingi í gær þegar þrjár tillögur frá stjórnarandstöðuþingmönnum voru samþykktar þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Um tíma var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi. Síðasta þingfundi fyrir jólafrí var slitið klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt en þá hafði fundurinn staðið yfir í tæpar sautján klukkstundir. Hlé var gert á atkvæðagreiðslum þegar í ljós kom að ekki voru nægilega margir stjórnarliðar í þinghúsinu til að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Þrjár breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru því óvænt samþykktar - tillögur um skattalækkanir á taubleyjum og smokkum og þá hafnaði alþingi frumvarpi innanríkisráðherra um frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Niðurstaðan er afar óheppileg fyrir ríkisstjórnina enda mjög sjaldgæft að tillögur stjórnarandstöðunnar séu samþykktar með jafn óvæntum hætti og í gær. Þetta endurspeglar kannski fyrst og fremst þá erfiðu stöðu sem ríkisstjórnin er í - með sinn nauma en jafnframt brothætta meirihluta. Hann segir það vera grafalvarlegt mál að alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku barnalag. Ósk um frestun hafi komið frá sýslumönnum sem eiga sjá um framkvæmd laganna. „En alþingi hafði að vettugi óskir um frestun sem kemur frá sýslumannsembættum þeim sem eiga að framkvæma lögin og við sitjum uppi með helmingi minna fjármagn til þessa verkefnis en efni standa til," segir hann. Eftir að alþingi samþykkti lækkun á virðisaukaskatti á taubleyjum og smokkum var hins vegar tillaga um gildistöku felld. Því var kominn upp sú staða að alþingi var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi niðurstaða sé ekki til þess fallinn að veikja ríkisstjórnina. „Þó að við höfum samþykkt að lækka virðisaukaskatt á taubleyjur, á smokkum og þar að auki tekið þá skynsamlegu ákvörðun að láta þetta taka gildi, það sýnir ekki mikið veikleikamerki í þinginu," segir hann. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það grafalvarlegt að Alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Óvænt tíðindi urðu á Alþingi í gær þegar þrjár tillögur frá stjórnarandstöðuþingmönnum voru samþykktar þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Um tíma var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi. Síðasta þingfundi fyrir jólafrí var slitið klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt en þá hafði fundurinn staðið yfir í tæpar sautján klukkstundir. Hlé var gert á atkvæðagreiðslum þegar í ljós kom að ekki voru nægilega margir stjórnarliðar í þinghúsinu til að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Þrjár breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru því óvænt samþykktar - tillögur um skattalækkanir á taubleyjum og smokkum og þá hafnaði alþingi frumvarpi innanríkisráðherra um frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Niðurstaðan er afar óheppileg fyrir ríkisstjórnina enda mjög sjaldgæft að tillögur stjórnarandstöðunnar séu samþykktar með jafn óvæntum hætti og í gær. Þetta endurspeglar kannski fyrst og fremst þá erfiðu stöðu sem ríkisstjórnin er í - með sinn nauma en jafnframt brothætta meirihluta. Hann segir það vera grafalvarlegt mál að alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku barnalag. Ósk um frestun hafi komið frá sýslumönnum sem eiga sjá um framkvæmd laganna. „En alþingi hafði að vettugi óskir um frestun sem kemur frá sýslumannsembættum þeim sem eiga að framkvæma lögin og við sitjum uppi með helmingi minna fjármagn til þessa verkefnis en efni standa til," segir hann. Eftir að alþingi samþykkti lækkun á virðisaukaskatti á taubleyjum og smokkum var hins vegar tillaga um gildistöku felld. Því var kominn upp sú staða að alþingi var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi niðurstaða sé ekki til þess fallinn að veikja ríkisstjórnina. „Þó að við höfum samþykkt að lækka virðisaukaskatt á taubleyjur, á smokkum og þar að auki tekið þá skynsamlegu ákvörðun að láta þetta taka gildi, það sýnir ekki mikið veikleikamerki í þinginu," segir hann.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira