Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma BBI skrifar 26. október 2012 16:07 Mynd/Pjetur Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Samkvæmt gildandi umferðarlögum er ökumönnum vélknúinna ökutækja óheimilt að nota farsíma við akstur. Hin væntanlegu umferðarlög fela í sér breytingu þess efnis að nú verður ökumönnum ökutækja almennt óheimilt að nota farsíma við akstur. Vegna þess að reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki í umferðarlögum felur breytingin í sér að hjólreiðamenn mega ekki nota farsíma á ferð. Ekki kemur fram hver viðurlög verða fyrir hjólreiðamenn sem brjóta reglurnar í frumvarpinu. Viðurlögin munu að öllum líkindum koma fram í reglugerð sem sett verður síðar. Nú er í gildi slík reglugerð um sektir og viðurlög og ef frumvarpið nær brautargengi má vænta breytinga á henni sem tekur hjólreiðamenn inn í myndina.Breytingar til bóta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til umsagnar og hefur óskað eftir umsögnum ýmissa aðila, m.a. Umferðarstofu. „Þessi breyting á alveg hiklaust erindi í umferðarlög. Það er okkar mat hjá Umferðarstofu," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Hann telur rétt að líta til nágrannaþjóða okkar til samanburðar. „Þar hafa menn töluverðar áhyggjur af þessu. Danir skilgreina þetta t.d. sem vandamál og eru að ráðast í að uppræta það." Þó hjólaumferð sé nokkuð frábrugðin hér á landi miðað við Danmörku telur Einar vandamálið jafnalvarlegt hér á landi þar sem menn hjóla jafnt innan um vélknúin ökutæki í umferðinni sem og gangandi vegfarendur. Hann segir rannsóknir sýna að menn séu svo viðutan og athyglislausir þegar þeir tala í síma undir stýri að undrum sæti. „Og það getur skapað mikla hættu, hvort heldur sem er á reiðhjóli eða öðru ökutæki," segir hann. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Samkvæmt gildandi umferðarlögum er ökumönnum vélknúinna ökutækja óheimilt að nota farsíma við akstur. Hin væntanlegu umferðarlög fela í sér breytingu þess efnis að nú verður ökumönnum ökutækja almennt óheimilt að nota farsíma við akstur. Vegna þess að reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki í umferðarlögum felur breytingin í sér að hjólreiðamenn mega ekki nota farsíma á ferð. Ekki kemur fram hver viðurlög verða fyrir hjólreiðamenn sem brjóta reglurnar í frumvarpinu. Viðurlögin munu að öllum líkindum koma fram í reglugerð sem sett verður síðar. Nú er í gildi slík reglugerð um sektir og viðurlög og ef frumvarpið nær brautargengi má vænta breytinga á henni sem tekur hjólreiðamenn inn í myndina.Breytingar til bóta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til umsagnar og hefur óskað eftir umsögnum ýmissa aðila, m.a. Umferðarstofu. „Þessi breyting á alveg hiklaust erindi í umferðarlög. Það er okkar mat hjá Umferðarstofu," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Hann telur rétt að líta til nágrannaþjóða okkar til samanburðar. „Þar hafa menn töluverðar áhyggjur af þessu. Danir skilgreina þetta t.d. sem vandamál og eru að ráðast í að uppræta það." Þó hjólaumferð sé nokkuð frábrugðin hér á landi miðað við Danmörku telur Einar vandamálið jafnalvarlegt hér á landi þar sem menn hjóla jafnt innan um vélknúin ökutæki í umferðinni sem og gangandi vegfarendur. Hann segir rannsóknir sýna að menn séu svo viðutan og athyglislausir þegar þeir tala í síma undir stýri að undrum sæti. „Og það getur skapað mikla hættu, hvort heldur sem er á reiðhjóli eða öðru ökutæki," segir hann.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira