„Barnamatseðlar eru vanvirðing við börn“ 8. nóvember 2012 06:00 Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og lítið eftirlit með að þeim sé fylgt, segir matreiðslumaðurinn Sigurveig Káradóttir. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða. Fyrir nokkrum árum tók Sigurveig sig til ásamt Sigurrós Pálsdóttur matreiðslumanni og Margréti Gylfadóttur mannfræðingi og kannaði skólamötuneytin ofan í kjölinn. „Við sáum að þetta var alls ekki nógu gott,“ segir Sigurveig, sem kveður þær stöllur hafa rætt við fjölmarga sem tengist málinu. Því miður hafi of lítið breyst. „Það er til dæmis verið að kaupa forskrældar og innfluttar kartöflur og fiskinagga frá Alaska. Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og ekkert eftirlit haft með þeim. Það sem ræður eru rammasamningar um krónutölur en málið er aldrei skoðað í heildina,“ segir Sigurveig og bendir á að þessi sama umræða geti einnig átt við elliheimili og spítala. „Það er atvinnuleysi. Er ekki hægt einhvern veginn að tengja þetta tvennt saman?“ Þá kveðst Sigurveig undrast tal um að skólamatseðlar séu sniðnir að smekk barna. „Börn fæðast ekki matvönd. Það er fullorðna fólkið sem gerir þau matvönd með því að ákveða fyrir fram hvað þau vilja og hvað ekki,“ segir hún og bætir við að sér finnist barnamatseðlar á veitingastöðum vera hneyksli. „Það er hreinlega vanvirðing við börn að þeim sé réttur matseðill með nöggum og spagettí. Börn eru bara litlar útgáfur af fólki. Sum eru matvönd en svo eru önnur sem eru það bara alls ekki,“ segir Sigurveig. Mikilsvert atriði segir Sigurveig vera þann nauma tíma sem oft sé gefinn til að matast í skólunum. „Það hringir bjalla og öll börnin hlaupa í röð. Sum eru fljót að komast fremst en eftir korter hringir bjallan aftur og börnin hlaupa út, sama hvort þau eru búin að borða eða ekki. Það er ekkert skrítið að þau verði lasin,“ segir Sigurveig og kallar eftir því að matarmálin verði tekin inn í námskrá skólanna. „Það þarf að kynna matinn fyrir börnunum og kenna þeim hvaðan hann kemur þannig að matur sé hluti af námsefninu. Það skilar sér margfalt til baka,“ segir Sigurveig og nefnir enn einn þáttinn sem betur mætti fara. „Skólaeldhúsin eru oft mjög undirmönnuð. Ég spyr mig hvort það samræmist lögum að láta kokkana elda ofan í svona marga. Þetta er hættulegt og menn verða veikir og bara hrynja niður. En það borgar sig ekki fyrir kokkana að opna munninn mikið því þá missa þeir vinnuna. Hvaðan eiga þeir að fá aukinn metnað til að leggja meira í vinnuna sína ef þeir fá það ekki metið?“ spyr Sigurveig. gar@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða. Fyrir nokkrum árum tók Sigurveig sig til ásamt Sigurrós Pálsdóttur matreiðslumanni og Margréti Gylfadóttur mannfræðingi og kannaði skólamötuneytin ofan í kjölinn. „Við sáum að þetta var alls ekki nógu gott,“ segir Sigurveig, sem kveður þær stöllur hafa rætt við fjölmarga sem tengist málinu. Því miður hafi of lítið breyst. „Það er til dæmis verið að kaupa forskrældar og innfluttar kartöflur og fiskinagga frá Alaska. Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og ekkert eftirlit haft með þeim. Það sem ræður eru rammasamningar um krónutölur en málið er aldrei skoðað í heildina,“ segir Sigurveig og bendir á að þessi sama umræða geti einnig átt við elliheimili og spítala. „Það er atvinnuleysi. Er ekki hægt einhvern veginn að tengja þetta tvennt saman?“ Þá kveðst Sigurveig undrast tal um að skólamatseðlar séu sniðnir að smekk barna. „Börn fæðast ekki matvönd. Það er fullorðna fólkið sem gerir þau matvönd með því að ákveða fyrir fram hvað þau vilja og hvað ekki,“ segir hún og bætir við að sér finnist barnamatseðlar á veitingastöðum vera hneyksli. „Það er hreinlega vanvirðing við börn að þeim sé réttur matseðill með nöggum og spagettí. Börn eru bara litlar útgáfur af fólki. Sum eru matvönd en svo eru önnur sem eru það bara alls ekki,“ segir Sigurveig. Mikilsvert atriði segir Sigurveig vera þann nauma tíma sem oft sé gefinn til að matast í skólunum. „Það hringir bjalla og öll börnin hlaupa í röð. Sum eru fljót að komast fremst en eftir korter hringir bjallan aftur og börnin hlaupa út, sama hvort þau eru búin að borða eða ekki. Það er ekkert skrítið að þau verði lasin,“ segir Sigurveig og kallar eftir því að matarmálin verði tekin inn í námskrá skólanna. „Það þarf að kynna matinn fyrir börnunum og kenna þeim hvaðan hann kemur þannig að matur sé hluti af námsefninu. Það skilar sér margfalt til baka,“ segir Sigurveig og nefnir enn einn þáttinn sem betur mætti fara. „Skólaeldhúsin eru oft mjög undirmönnuð. Ég spyr mig hvort það samræmist lögum að láta kokkana elda ofan í svona marga. Þetta er hættulegt og menn verða veikir og bara hrynja niður. En það borgar sig ekki fyrir kokkana að opna munninn mikið því þá missa þeir vinnuna. Hvaðan eiga þeir að fá aukinn metnað til að leggja meira í vinnuna sína ef þeir fá það ekki metið?“ spyr Sigurveig. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira