„Barnamatseðlar eru vanvirðing við börn“ 8. nóvember 2012 06:00 Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og lítið eftirlit með að þeim sé fylgt, segir matreiðslumaðurinn Sigurveig Káradóttir. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða. Fyrir nokkrum árum tók Sigurveig sig til ásamt Sigurrós Pálsdóttur matreiðslumanni og Margréti Gylfadóttur mannfræðingi og kannaði skólamötuneytin ofan í kjölinn. „Við sáum að þetta var alls ekki nógu gott,“ segir Sigurveig, sem kveður þær stöllur hafa rætt við fjölmarga sem tengist málinu. Því miður hafi of lítið breyst. „Það er til dæmis verið að kaupa forskrældar og innfluttar kartöflur og fiskinagga frá Alaska. Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og ekkert eftirlit haft með þeim. Það sem ræður eru rammasamningar um krónutölur en málið er aldrei skoðað í heildina,“ segir Sigurveig og bendir á að þessi sama umræða geti einnig átt við elliheimili og spítala. „Það er atvinnuleysi. Er ekki hægt einhvern veginn að tengja þetta tvennt saman?“ Þá kveðst Sigurveig undrast tal um að skólamatseðlar séu sniðnir að smekk barna. „Börn fæðast ekki matvönd. Það er fullorðna fólkið sem gerir þau matvönd með því að ákveða fyrir fram hvað þau vilja og hvað ekki,“ segir hún og bætir við að sér finnist barnamatseðlar á veitingastöðum vera hneyksli. „Það er hreinlega vanvirðing við börn að þeim sé réttur matseðill með nöggum og spagettí. Börn eru bara litlar útgáfur af fólki. Sum eru matvönd en svo eru önnur sem eru það bara alls ekki,“ segir Sigurveig. Mikilsvert atriði segir Sigurveig vera þann nauma tíma sem oft sé gefinn til að matast í skólunum. „Það hringir bjalla og öll börnin hlaupa í röð. Sum eru fljót að komast fremst en eftir korter hringir bjallan aftur og börnin hlaupa út, sama hvort þau eru búin að borða eða ekki. Það er ekkert skrítið að þau verði lasin,“ segir Sigurveig og kallar eftir því að matarmálin verði tekin inn í námskrá skólanna. „Það þarf að kynna matinn fyrir börnunum og kenna þeim hvaðan hann kemur þannig að matur sé hluti af námsefninu. Það skilar sér margfalt til baka,“ segir Sigurveig og nefnir enn einn þáttinn sem betur mætti fara. „Skólaeldhúsin eru oft mjög undirmönnuð. Ég spyr mig hvort það samræmist lögum að láta kokkana elda ofan í svona marga. Þetta er hættulegt og menn verða veikir og bara hrynja niður. En það borgar sig ekki fyrir kokkana að opna munninn mikið því þá missa þeir vinnuna. Hvaðan eiga þeir að fá aukinn metnað til að leggja meira í vinnuna sína ef þeir fá það ekki metið?“ spyr Sigurveig. gar@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
„Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða. Fyrir nokkrum árum tók Sigurveig sig til ásamt Sigurrós Pálsdóttur matreiðslumanni og Margréti Gylfadóttur mannfræðingi og kannaði skólamötuneytin ofan í kjölinn. „Við sáum að þetta var alls ekki nógu gott,“ segir Sigurveig, sem kveður þær stöllur hafa rætt við fjölmarga sem tengist málinu. Því miður hafi of lítið breyst. „Það er til dæmis verið að kaupa forskrældar og innfluttar kartöflur og fiskinagga frá Alaska. Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og ekkert eftirlit haft með þeim. Það sem ræður eru rammasamningar um krónutölur en málið er aldrei skoðað í heildina,“ segir Sigurveig og bendir á að þessi sama umræða geti einnig átt við elliheimili og spítala. „Það er atvinnuleysi. Er ekki hægt einhvern veginn að tengja þetta tvennt saman?“ Þá kveðst Sigurveig undrast tal um að skólamatseðlar séu sniðnir að smekk barna. „Börn fæðast ekki matvönd. Það er fullorðna fólkið sem gerir þau matvönd með því að ákveða fyrir fram hvað þau vilja og hvað ekki,“ segir hún og bætir við að sér finnist barnamatseðlar á veitingastöðum vera hneyksli. „Það er hreinlega vanvirðing við börn að þeim sé réttur matseðill með nöggum og spagettí. Börn eru bara litlar útgáfur af fólki. Sum eru matvönd en svo eru önnur sem eru það bara alls ekki,“ segir Sigurveig. Mikilsvert atriði segir Sigurveig vera þann nauma tíma sem oft sé gefinn til að matast í skólunum. „Það hringir bjalla og öll börnin hlaupa í röð. Sum eru fljót að komast fremst en eftir korter hringir bjallan aftur og börnin hlaupa út, sama hvort þau eru búin að borða eða ekki. Það er ekkert skrítið að þau verði lasin,“ segir Sigurveig og kallar eftir því að matarmálin verði tekin inn í námskrá skólanna. „Það þarf að kynna matinn fyrir börnunum og kenna þeim hvaðan hann kemur þannig að matur sé hluti af námsefninu. Það skilar sér margfalt til baka,“ segir Sigurveig og nefnir enn einn þáttinn sem betur mætti fara. „Skólaeldhúsin eru oft mjög undirmönnuð. Ég spyr mig hvort það samræmist lögum að láta kokkana elda ofan í svona marga. Þetta er hættulegt og menn verða veikir og bara hrynja niður. En það borgar sig ekki fyrir kokkana að opna munninn mikið því þá missa þeir vinnuna. Hvaðan eiga þeir að fá aukinn metnað til að leggja meira í vinnuna sína ef þeir fá það ekki metið?“ spyr Sigurveig. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira