Nýr forstöðumaður samfélagsábyrgðar tekur til starfa við áramót en innleiðing á stefnu Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð verður sérstakt forgangsverkefni hjá fyrirtækinu árið 2013. Ragna Sara Jónsdóttir, sem gegnt hefur starfi yfirmanns samskiptasviðs Landsvirkjunar, verður forstöðumaður samfélagsábyrgðar.
