Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn 30. september 2012 19:30 Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. mynd tengist frétt ekki beint Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við. Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu. „Það sem við erum að gera er að við endurtökum þetta, þannig að þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti. Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöðum virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar. „Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags." Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð. „Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri, en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar." Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við. Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu. „Það sem við erum að gera er að við endurtökum þetta, þannig að þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti. Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöðum virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar. „Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags." Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð. „Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri, en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar."
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira