Icelandair krefur hælisleitendurna um skaðabætur Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 16:01 Mennirnir laumuðust inn í flugvél Icelandair. Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á máli hælisleitendanna tveggja sem laumuðust inn í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Talið er að brot þeirra varði við almenn hegningarlög og log um loftferðir. Auk þess að hafa laumast inn í flugvélina eru mennirnir taldir hafa reynt að laumast með Eimskipum til Bandaríkjanna. Annar mannanna er að auki grunaður um þjófnaði, en mennirnir stálu meðal annars fatnaði til að líkjast starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að við yfirheyrslur hafi mennirnir í upphafi reynt að afvegaleiða lögregluna og skýrt rangt frá um ferðir sínar inn á haftasvæðið. Eftir gagnaöflun og vettvangsrannsókn skýrðu þeir hins vegar frá ferðum sínum í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til annars en að þeir hefðu farið um borð í flugvélina í þeim tilgangi einum að komast með henni frá landinu. Þeir sýndu aldrei af sér ofbeldishegðun, hvorki gagnvart áhöfn flugvélarinnar, starfsmönnum flugvallarins né lögreglu og ekkert kom fram sem benti til þess að þeir hafi valdið skemmdum eða haft slíkt í hyggju. Tvímenningarnir sem talið er að séu um tvítugt eru báðir hælisleitendur hér á landi og dvelja á Fit í Reykjanesbæ. Þeir komu báðir til landsins í apríl, annar með Norrænu til Seyðisfjarðar en hinn með flugi í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá þeim tíma hafa þeir verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum en við komuna til landsins þóttust þeir vera börn að aldri en aldursgreining hjá lækni bendir til annars. Eftir að mennirnir voru gripnir í vél Icelandair var flugvélin tekin í öryggisskoðun, önnur vél fengin til flugsins og önnur áhöfn vegna hvíldartímaákvæða. Brottför flugsins seinkaði um fjórar klukkustundir af þessum sökum. Icelandair lagði fram skaðabótakröfu á hendur mönnunum vegna þessa tjóns sem félagið varð fyrir af þeirra völdum. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á máli hælisleitendanna tveggja sem laumuðust inn í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Talið er að brot þeirra varði við almenn hegningarlög og log um loftferðir. Auk þess að hafa laumast inn í flugvélina eru mennirnir taldir hafa reynt að laumast með Eimskipum til Bandaríkjanna. Annar mannanna er að auki grunaður um þjófnaði, en mennirnir stálu meðal annars fatnaði til að líkjast starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að við yfirheyrslur hafi mennirnir í upphafi reynt að afvegaleiða lögregluna og skýrt rangt frá um ferðir sínar inn á haftasvæðið. Eftir gagnaöflun og vettvangsrannsókn skýrðu þeir hins vegar frá ferðum sínum í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til annars en að þeir hefðu farið um borð í flugvélina í þeim tilgangi einum að komast með henni frá landinu. Þeir sýndu aldrei af sér ofbeldishegðun, hvorki gagnvart áhöfn flugvélarinnar, starfsmönnum flugvallarins né lögreglu og ekkert kom fram sem benti til þess að þeir hafi valdið skemmdum eða haft slíkt í hyggju. Tvímenningarnir sem talið er að séu um tvítugt eru báðir hælisleitendur hér á landi og dvelja á Fit í Reykjanesbæ. Þeir komu báðir til landsins í apríl, annar með Norrænu til Seyðisfjarðar en hinn með flugi í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá þeim tíma hafa þeir verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum en við komuna til landsins þóttust þeir vera börn að aldri en aldursgreining hjá lækni bendir til annars. Eftir að mennirnir voru gripnir í vél Icelandair var flugvélin tekin í öryggisskoðun, önnur vél fengin til flugsins og önnur áhöfn vegna hvíldartímaákvæða. Brottför flugsins seinkaði um fjórar klukkustundir af þessum sökum. Icelandair lagði fram skaðabótakröfu á hendur mönnunum vegna þessa tjóns sem félagið varð fyrir af þeirra völdum.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira