Lokatörn kosningabaráttunnar 8. september 2012 10:00 Mitt Romney. Innan við tveir mánuðir eru nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Skoðanakannanir sýna að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er, þótt Obama hafi lengi mælst með svolítið forskot á Romney. Baráttan verður einkum háð í átta til tólf af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í þessum átta ríkjum er nefnilega afar mjótt á mununum og nokkuð ljóst að forsetaembætti fellur í hlut þess sem nær að tryggja sér sigur í fleiri af þessum átta barátturíkjum en hinn. Í flestum hinum ríkjunum geta þeir leyft sér að slaka á, því úrslitin þar þykja nánast ráðin fyrir fram. Þeir Barack Obama og Mitt Romney munu því eyða næstu vikum í ferðalög um þessi átta barátturíki, koma fram á kosningafundum og heimsækja bæjarfélög og stofnanir og fyrirtæki. Taka í höndina á sem flestum, lyfta upp litlum börnum og brosa eins oft og þeir geta framan í sjónvarpsvélarnar sem fylgja þeim hvert fótmál. ValkostirBarack ObamaLandsfundir Demókrataflokksins í þessari viku og Repúblikanaflokksins í síðustu viku marka að venju upphafið að lokatörn kosningabaráttunnar, með ræðum forsetaefnanna og helstu stuðningsmanna þeirra. Í ræðu sinni á fimmtudagskvöld bað Obama þjóðina um að sýna sér þolinmæði og kjósa sig aftur, þótt ekki hafi allt gengið upp á fyrsta kjörtímabilinu. Hann sagði Bandaríkjamenn að þessu sinni eiga óvenju skýrt val á milli ólíkra hugmynda demókrata annars vegar og repúblikana hins vegar, einkum um hlutverk ríkisvaldsins. Demókratar sjá ekkert athugavert við að nota ríkisvaldið til þess að laga það sem aflaga fór í efnahagslífinu, en repúblikanar megar vart til þess hugsa. Sjálfur hafi hann óhikað notað ríkisfé til þess að bjarga til dæmis bifreiðaframleiðendum frá því að fara á hausinn í kreppunni, og þar með komið í veg fyrir að þúsundir manna misstu vinnuna. Romney var á móti þessari notkun ríkisfjármuna, og Obama gerði óspart grín að þeirri trú repúblikana að skattalækkanir geti læknað öll mein: „Ertu með afgang á ríkisfjárlögum? Reyndu skattalækkun. Fjárlagahallinn of hár? Prófaðu aðra. Ertu kannski að fá kvef? Taktu tvær skattalækkanir, felldu niður nokkrar reglugerðir og hringdu svo í okkur í fyrramálið." VonbrigðiMynd/FréttablaðiðÍ ræðu sinni á landsþingi repúblikana í síðustu viku sagði Romney Bandaríkjamenn hins vegar búna að fá meira en nóg af Obama, þótt þeir hafi haft trú á honum fyrir fjórum árum. Hann sagði Bandaríkjamenn trúa á frelsið og framtíðina, þar á meðal frelsið til að segja hug sinn og búa sér í haginn í lífinu: „Og já, líka frelsið til að byggja upp fyrirtæki. Af eigin rammleik." Hann sagði vonleysið vera farið að ná tökum á þjóðinni, en sjálfur gæti hann snúið þessari þróun við, og vitnaði til reynslu sinnar af því að byggja upp fyrirtæki, sem stundum hafi gengið vel en stundum illa: „Þetta er það sem þessi forseti virðist ekki skilja. Að fyrirtæki og fleiri störf snúast um að taka áhættu, mistakast stundum en takast stundum vel upp, en alltaf að reyna. Þetta snýst um drauma." EfnahagsmálinBáðir leggja þannig mikla áherslu á efnahagsmálin. Obama beinir athyglinni að þeirri erfiðu stöðu sem hann fékk í arf frá forvera sínum, repúblikananum George W. Bush. Kreppan hafi verið það illviðráðanleg að hann þurfi meiri tíma til að gera það sem gera þurfi. Romney beinir hins vegar athyglinni að því að hve hægt hafi gengið að ná upp hagvexti. Atvinnuleysið hafi til dæmis ekki komist niður og þess vegna eigi Obama ekki skilið að sitja lengur að embættinu. Úrslitin ráðast svo þriðjudaginn 6. nóvember, þegar gengið verður til atkvæða. Snýst um atkvæði 538 kjörmannaForseti Bandaríkjanna er formlega kosinn á kjörmannasamkomu, sem kölluð er saman eftir að eiginlegum forsetakosningum meðal almennings er lokið. Kjörmennirnir eru alls 538, sem þýðir að til sigurs þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna á samkomunni. Hvert ríki hefur misjafnlega marga fulltrúa á kjörmannasamkomunni, og fer kjörmannafjöldinn í grófum dráttum eftir íbúafjölda hvers ríkis. Fyrir forsetaefnin munar því mestu um að tryggja sér sigur í fjölmennustu ríkjunum, en á síðustu vikunum snýst kosningabaráttan einkum um að tryggja sér sigur í þeim ríkjum, þar sem skoðanakannanir sýna að minnstu munar á frambjóðendum. Í forsetakosningunum 2008 tókst Barack Obama að tryggja sér sigur í öllum barátturíkjunum, og þar með hreppti hann embættið. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Innan við tveir mánuðir eru nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Skoðanakannanir sýna að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er, þótt Obama hafi lengi mælst með svolítið forskot á Romney. Baráttan verður einkum háð í átta til tólf af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í þessum átta ríkjum er nefnilega afar mjótt á mununum og nokkuð ljóst að forsetaembætti fellur í hlut þess sem nær að tryggja sér sigur í fleiri af þessum átta barátturíkjum en hinn. Í flestum hinum ríkjunum geta þeir leyft sér að slaka á, því úrslitin þar þykja nánast ráðin fyrir fram. Þeir Barack Obama og Mitt Romney munu því eyða næstu vikum í ferðalög um þessi átta barátturíki, koma fram á kosningafundum og heimsækja bæjarfélög og stofnanir og fyrirtæki. Taka í höndina á sem flestum, lyfta upp litlum börnum og brosa eins oft og þeir geta framan í sjónvarpsvélarnar sem fylgja þeim hvert fótmál. ValkostirBarack ObamaLandsfundir Demókrataflokksins í þessari viku og Repúblikanaflokksins í síðustu viku marka að venju upphafið að lokatörn kosningabaráttunnar, með ræðum forsetaefnanna og helstu stuðningsmanna þeirra. Í ræðu sinni á fimmtudagskvöld bað Obama þjóðina um að sýna sér þolinmæði og kjósa sig aftur, þótt ekki hafi allt gengið upp á fyrsta kjörtímabilinu. Hann sagði Bandaríkjamenn að þessu sinni eiga óvenju skýrt val á milli ólíkra hugmynda demókrata annars vegar og repúblikana hins vegar, einkum um hlutverk ríkisvaldsins. Demókratar sjá ekkert athugavert við að nota ríkisvaldið til þess að laga það sem aflaga fór í efnahagslífinu, en repúblikanar megar vart til þess hugsa. Sjálfur hafi hann óhikað notað ríkisfé til þess að bjarga til dæmis bifreiðaframleiðendum frá því að fara á hausinn í kreppunni, og þar með komið í veg fyrir að þúsundir manna misstu vinnuna. Romney var á móti þessari notkun ríkisfjármuna, og Obama gerði óspart grín að þeirri trú repúblikana að skattalækkanir geti læknað öll mein: „Ertu með afgang á ríkisfjárlögum? Reyndu skattalækkun. Fjárlagahallinn of hár? Prófaðu aðra. Ertu kannski að fá kvef? Taktu tvær skattalækkanir, felldu niður nokkrar reglugerðir og hringdu svo í okkur í fyrramálið." VonbrigðiMynd/FréttablaðiðÍ ræðu sinni á landsþingi repúblikana í síðustu viku sagði Romney Bandaríkjamenn hins vegar búna að fá meira en nóg af Obama, þótt þeir hafi haft trú á honum fyrir fjórum árum. Hann sagði Bandaríkjamenn trúa á frelsið og framtíðina, þar á meðal frelsið til að segja hug sinn og búa sér í haginn í lífinu: „Og já, líka frelsið til að byggja upp fyrirtæki. Af eigin rammleik." Hann sagði vonleysið vera farið að ná tökum á þjóðinni, en sjálfur gæti hann snúið þessari þróun við, og vitnaði til reynslu sinnar af því að byggja upp fyrirtæki, sem stundum hafi gengið vel en stundum illa: „Þetta er það sem þessi forseti virðist ekki skilja. Að fyrirtæki og fleiri störf snúast um að taka áhættu, mistakast stundum en takast stundum vel upp, en alltaf að reyna. Þetta snýst um drauma." EfnahagsmálinBáðir leggja þannig mikla áherslu á efnahagsmálin. Obama beinir athyglinni að þeirri erfiðu stöðu sem hann fékk í arf frá forvera sínum, repúblikananum George W. Bush. Kreppan hafi verið það illviðráðanleg að hann þurfi meiri tíma til að gera það sem gera þurfi. Romney beinir hins vegar athyglinni að því að hve hægt hafi gengið að ná upp hagvexti. Atvinnuleysið hafi til dæmis ekki komist niður og þess vegna eigi Obama ekki skilið að sitja lengur að embættinu. Úrslitin ráðast svo þriðjudaginn 6. nóvember, þegar gengið verður til atkvæða. Snýst um atkvæði 538 kjörmannaForseti Bandaríkjanna er formlega kosinn á kjörmannasamkomu, sem kölluð er saman eftir að eiginlegum forsetakosningum meðal almennings er lokið. Kjörmennirnir eru alls 538, sem þýðir að til sigurs þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna á samkomunni. Hvert ríki hefur misjafnlega marga fulltrúa á kjörmannasamkomunni, og fer kjörmannafjöldinn í grófum dráttum eftir íbúafjölda hvers ríkis. Fyrir forsetaefnin munar því mestu um að tryggja sér sigur í fjölmennustu ríkjunum, en á síðustu vikunum snýst kosningabaráttan einkum um að tryggja sér sigur í þeim ríkjum, þar sem skoðanakannanir sýna að minnstu munar á frambjóðendum. Í forsetakosningunum 2008 tókst Barack Obama að tryggja sér sigur í öllum barátturíkjunum, og þar með hreppti hann embættið.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira