Erlent

50% ánægð með aðildina

ESB-borgarar eru nokkuð sáttir við aðild síns lands að ESB, en innan við helmingur hefur jákvæða sýn á sambandið sem slíkt.
ESB-borgarar eru nokkuð sáttir við aðild síns lands að ESB, en innan við helmingur hefur jákvæða sýn á sambandið sem slíkt.
Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun.

Rúmur helmingur aðspurðra sagðist viss um að þeirra skoðanir skiptu litlu máli á sviði ESB og vart kemur á óvart að atvinnusköpun og barátta gegn atvinnuleysi er álitið, af yfirgnæfandi meirihluta svarenda, helsta baráttumálið gegn yfirstandandi efnahagsþrengingum ESB. - þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×