Lífið

Heidi Klum opnar sig um sambandsslitin

myndir/cover media og ELLE
Þýska fyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Heidi Klum, 38 ára, opnar sig í apríl hefti ELLE tímaritsins um sambandsslit hennar og söngvarans Seal, 49 ára, en þau hættu saman í janúar á þessu ári.

Heidi viðurkennir að sjö ára hjónaband þeirra var ekki eins rómantískt og fullkomið eins og það leit út fyrir að vera. Vandamálin voru til staðar en þau héldu þeim út af fyrir sig að sögn Heidi.

„Heimurinn fyrir utan hjónabandið fékk eingöngu að heyra frábæru hlutina sem við upplifðum saman. Ég vil ekki fara ofan í erfiðleikana í sambandinu. Ég vil halda áfram og horfa fram á við með mig og fjölskylduna mína. Annars verð ég svo reið og bitur,“ er haft eftir Heidi í blaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.