Telur strætó hafa lagt of snemma af stað Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Strætó bs. heldur utan um skipulag, áætlanir og farmiðasölu í strætisvögnum um allt land. Samtök sveitarfélaga semja svo við rútufyrirtæki sem annast aksturinn undir merkjum Strætó. Fréttablaðið/Völundur Sjötíu og fimm ára gömul kona á leið með strætó frá Akureyri til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld var skilin eftir í Staðarskála. „Bíllinn átti að fara aftur af stað fimm mínútur yfir hálf átta,“ segir konan, sem heitir Sigrún Karlsdóttir. Hún fór út og gekk í kringum húsið til að fullvissa sig um að bíllinn væri farinn. „Og þegar ég kom inn sá ég á klukkunni á veggnum að hún var fimm mínútur yfir hálf.“Reynir JónssonInni bar Sigrún sig upp við starfsfólk og aðra ferðalanga. Hún hringdi líka í þjónustuborð Strætó og fékk að vita að bíllinn væri kominn upp á heiði og gæti ekki snúið við. „Bílstjórinn bar því hins vegar við að hann hefði flautað og beðið svo smástund,“ hefur Sigrún eftir starfsfólki þjónustuborðsins. „Í Staðarskála sagði starfsfólkið mér hins vegar að ég gæti ekki heyrt inn þó að hann væri að flauta úti,“ bætir hún við og segir að ólíkt betra vinnulag væri að skjótast inn og kalla upp til farþega að bíllinn væri að fara. Eftir um klukkutíma í Staðarskála fékk Sigrún far til Reykjavíkur með flutningabíl en hafði um miðjan dag í gær ekki enn fengið farangurinn sem var í strætisvagninum. Hún hafði þá þegar um morguninn farið eina ferð til Hópbíla í Hafnarfirði sem annast aksturinn á leiðinni. „En þá kom í ljós að þetta hafði ekki náðst úr bílnum,“ sagði hún og beið enn eftir símtali frá fyrirtækinu um hvenær hún mætti reyna aftur. „Þarna eru til dæmis lyf sem ég þarf að taka.“ Auk þess væru í farangrinum skartgripir og annað sem henni sé sárt um, en hafi eðlilega haft með sér í jólaheimsókninni norður. „Mér finnst ósvífið að ganga ekki úr skugga um að ég væri þarna í bílnum og gera einhverjar ráðstafanir með það,“ segir Sigrún og kveðst sakna þess að hafa ekki fengið eina einustu afsökunarbeiðni frá Strætó. „Það er nú það minnsta sem hægt væri að gera. En ég mætti mikilli samúð í Staðarskála, bæði hjá fólki á ferðinni og líka starfsfólki. Fólk var mjög reitt yfir því að þetta skyldi geta átt sér stað.“ Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagðist ekki hafa heyrt af atvikinu, en kannað yrði hvað þarna hefði farið úrskeiðis. Hann segist aldrei áður hafa heyrt af sambærilegu atviki. „Við förum yfir tímasetningar í þessu. Vagnarnir þurfa að halda stífa áætlun og samræmd klukka í þeim öllum. Við getum séð nákvæmlega hvenær bíllinn fór af stað frá Staðarskála,“ segir hann og áréttar að alls ekki sé ásetningur fyrirtækisins að stilla kerfið þannig af að fólk verði eftir. „Hafi okkur orðið á í messunni leiðréttum við það eftir megni og bætum úr.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Sjötíu og fimm ára gömul kona á leið með strætó frá Akureyri til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld var skilin eftir í Staðarskála. „Bíllinn átti að fara aftur af stað fimm mínútur yfir hálf átta,“ segir konan, sem heitir Sigrún Karlsdóttir. Hún fór út og gekk í kringum húsið til að fullvissa sig um að bíllinn væri farinn. „Og þegar ég kom inn sá ég á klukkunni á veggnum að hún var fimm mínútur yfir hálf.“Reynir JónssonInni bar Sigrún sig upp við starfsfólk og aðra ferðalanga. Hún hringdi líka í þjónustuborð Strætó og fékk að vita að bíllinn væri kominn upp á heiði og gæti ekki snúið við. „Bílstjórinn bar því hins vegar við að hann hefði flautað og beðið svo smástund,“ hefur Sigrún eftir starfsfólki þjónustuborðsins. „Í Staðarskála sagði starfsfólkið mér hins vegar að ég gæti ekki heyrt inn þó að hann væri að flauta úti,“ bætir hún við og segir að ólíkt betra vinnulag væri að skjótast inn og kalla upp til farþega að bíllinn væri að fara. Eftir um klukkutíma í Staðarskála fékk Sigrún far til Reykjavíkur með flutningabíl en hafði um miðjan dag í gær ekki enn fengið farangurinn sem var í strætisvagninum. Hún hafði þá þegar um morguninn farið eina ferð til Hópbíla í Hafnarfirði sem annast aksturinn á leiðinni. „En þá kom í ljós að þetta hafði ekki náðst úr bílnum,“ sagði hún og beið enn eftir símtali frá fyrirtækinu um hvenær hún mætti reyna aftur. „Þarna eru til dæmis lyf sem ég þarf að taka.“ Auk þess væru í farangrinum skartgripir og annað sem henni sé sárt um, en hafi eðlilega haft með sér í jólaheimsókninni norður. „Mér finnst ósvífið að ganga ekki úr skugga um að ég væri þarna í bílnum og gera einhverjar ráðstafanir með það,“ segir Sigrún og kveðst sakna þess að hafa ekki fengið eina einustu afsökunarbeiðni frá Strætó. „Það er nú það minnsta sem hægt væri að gera. En ég mætti mikilli samúð í Staðarskála, bæði hjá fólki á ferðinni og líka starfsfólki. Fólk var mjög reitt yfir því að þetta skyldi geta átt sér stað.“ Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagðist ekki hafa heyrt af atvikinu, en kannað yrði hvað þarna hefði farið úrskeiðis. Hann segist aldrei áður hafa heyrt af sambærilegu atviki. „Við förum yfir tímasetningar í þessu. Vagnarnir þurfa að halda stífa áætlun og samræmd klukka í þeim öllum. Við getum séð nákvæmlega hvenær bíllinn fór af stað frá Staðarskála,“ segir hann og áréttar að alls ekki sé ásetningur fyrirtækisins að stilla kerfið þannig af að fólk verði eftir. „Hafi okkur orðið á í messunni leiðréttum við það eftir megni og bætum úr.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira