Telur strætó hafa lagt of snemma af stað Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Strætó bs. heldur utan um skipulag, áætlanir og farmiðasölu í strætisvögnum um allt land. Samtök sveitarfélaga semja svo við rútufyrirtæki sem annast aksturinn undir merkjum Strætó. Fréttablaðið/Völundur Sjötíu og fimm ára gömul kona á leið með strætó frá Akureyri til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld var skilin eftir í Staðarskála. „Bíllinn átti að fara aftur af stað fimm mínútur yfir hálf átta,“ segir konan, sem heitir Sigrún Karlsdóttir. Hún fór út og gekk í kringum húsið til að fullvissa sig um að bíllinn væri farinn. „Og þegar ég kom inn sá ég á klukkunni á veggnum að hún var fimm mínútur yfir hálf.“Reynir JónssonInni bar Sigrún sig upp við starfsfólk og aðra ferðalanga. Hún hringdi líka í þjónustuborð Strætó og fékk að vita að bíllinn væri kominn upp á heiði og gæti ekki snúið við. „Bílstjórinn bar því hins vegar við að hann hefði flautað og beðið svo smástund,“ hefur Sigrún eftir starfsfólki þjónustuborðsins. „Í Staðarskála sagði starfsfólkið mér hins vegar að ég gæti ekki heyrt inn þó að hann væri að flauta úti,“ bætir hún við og segir að ólíkt betra vinnulag væri að skjótast inn og kalla upp til farþega að bíllinn væri að fara. Eftir um klukkutíma í Staðarskála fékk Sigrún far til Reykjavíkur með flutningabíl en hafði um miðjan dag í gær ekki enn fengið farangurinn sem var í strætisvagninum. Hún hafði þá þegar um morguninn farið eina ferð til Hópbíla í Hafnarfirði sem annast aksturinn á leiðinni. „En þá kom í ljós að þetta hafði ekki náðst úr bílnum,“ sagði hún og beið enn eftir símtali frá fyrirtækinu um hvenær hún mætti reyna aftur. „Þarna eru til dæmis lyf sem ég þarf að taka.“ Auk þess væru í farangrinum skartgripir og annað sem henni sé sárt um, en hafi eðlilega haft með sér í jólaheimsókninni norður. „Mér finnst ósvífið að ganga ekki úr skugga um að ég væri þarna í bílnum og gera einhverjar ráðstafanir með það,“ segir Sigrún og kveðst sakna þess að hafa ekki fengið eina einustu afsökunarbeiðni frá Strætó. „Það er nú það minnsta sem hægt væri að gera. En ég mætti mikilli samúð í Staðarskála, bæði hjá fólki á ferðinni og líka starfsfólki. Fólk var mjög reitt yfir því að þetta skyldi geta átt sér stað.“ Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagðist ekki hafa heyrt af atvikinu, en kannað yrði hvað þarna hefði farið úrskeiðis. Hann segist aldrei áður hafa heyrt af sambærilegu atviki. „Við förum yfir tímasetningar í þessu. Vagnarnir þurfa að halda stífa áætlun og samræmd klukka í þeim öllum. Við getum séð nákvæmlega hvenær bíllinn fór af stað frá Staðarskála,“ segir hann og áréttar að alls ekki sé ásetningur fyrirtækisins að stilla kerfið þannig af að fólk verði eftir. „Hafi okkur orðið á í messunni leiðréttum við það eftir megni og bætum úr.“ Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Sjötíu og fimm ára gömul kona á leið með strætó frá Akureyri til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld var skilin eftir í Staðarskála. „Bíllinn átti að fara aftur af stað fimm mínútur yfir hálf átta,“ segir konan, sem heitir Sigrún Karlsdóttir. Hún fór út og gekk í kringum húsið til að fullvissa sig um að bíllinn væri farinn. „Og þegar ég kom inn sá ég á klukkunni á veggnum að hún var fimm mínútur yfir hálf.“Reynir JónssonInni bar Sigrún sig upp við starfsfólk og aðra ferðalanga. Hún hringdi líka í þjónustuborð Strætó og fékk að vita að bíllinn væri kominn upp á heiði og gæti ekki snúið við. „Bílstjórinn bar því hins vegar við að hann hefði flautað og beðið svo smástund,“ hefur Sigrún eftir starfsfólki þjónustuborðsins. „Í Staðarskála sagði starfsfólkið mér hins vegar að ég gæti ekki heyrt inn þó að hann væri að flauta úti,“ bætir hún við og segir að ólíkt betra vinnulag væri að skjótast inn og kalla upp til farþega að bíllinn væri að fara. Eftir um klukkutíma í Staðarskála fékk Sigrún far til Reykjavíkur með flutningabíl en hafði um miðjan dag í gær ekki enn fengið farangurinn sem var í strætisvagninum. Hún hafði þá þegar um morguninn farið eina ferð til Hópbíla í Hafnarfirði sem annast aksturinn á leiðinni. „En þá kom í ljós að þetta hafði ekki náðst úr bílnum,“ sagði hún og beið enn eftir símtali frá fyrirtækinu um hvenær hún mætti reyna aftur. „Þarna eru til dæmis lyf sem ég þarf að taka.“ Auk þess væru í farangrinum skartgripir og annað sem henni sé sárt um, en hafi eðlilega haft með sér í jólaheimsókninni norður. „Mér finnst ósvífið að ganga ekki úr skugga um að ég væri þarna í bílnum og gera einhverjar ráðstafanir með það,“ segir Sigrún og kveðst sakna þess að hafa ekki fengið eina einustu afsökunarbeiðni frá Strætó. „Það er nú það minnsta sem hægt væri að gera. En ég mætti mikilli samúð í Staðarskála, bæði hjá fólki á ferðinni og líka starfsfólki. Fólk var mjög reitt yfir því að þetta skyldi geta átt sér stað.“ Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagðist ekki hafa heyrt af atvikinu, en kannað yrði hvað þarna hefði farið úrskeiðis. Hann segist aldrei áður hafa heyrt af sambærilegu atviki. „Við förum yfir tímasetningar í þessu. Vagnarnir þurfa að halda stífa áætlun og samræmd klukka í þeim öllum. Við getum séð nákvæmlega hvenær bíllinn fór af stað frá Staðarskála,“ segir hann og áréttar að alls ekki sé ásetningur fyrirtækisins að stilla kerfið þannig af að fólk verði eftir. „Hafi okkur orðið á í messunni leiðréttum við það eftir megni og bætum úr.“
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira