Líkamsárásum fjölgar og innbrotum fækkar Karen Kjartansdóttir skrifar 29. desember 2012 12:20 Innbrotum, umferðarslysum og tilkynningum um veggjakrot fækkar ár frá ári á höfuðborgarsvæðinu en líkamsárásum fjölgar. Þetta er meðal þess sem sjá má þegar rýnt er í bráðarbirgðatölur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar öll skráð brot á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 eru skoðuð kemur fram að hegningarlagabrotum fækkaði um 12% samanborið við árið á undan. Innbrot hafa ekki verið færri á ári frá því talningar hófust hjá lögreglunni. Að meðaltali voru framin á bilinu tvö til þrjú innbrot á dag á árinu samanborið við fjögur á dag í fyrra og átta á dag árið 2009. Þegar hegningarlagabrot eru skoðuð sérstaklega kemur fram að árið 2012 fækkaði auðgunarbrotum um 13% frá árinu áður. Helgast þetta einkum af fækkun þjófnaða um 600 brot á milli ára. Þá fækkaði tilkynningum um kynferðisbrot nokkuð árið 2012 samanborið við árið 2011 eða um tæp þrjátíu prósent. Ofbeldisbrotum fjölgaði hins vegar lítillega, eða 4% á milli ára. Tæplega 40% allra líkamsárása átti sér stað í Miðborg Reykjavíkur, þar af þriðjungur í kringum skemmtanahald eftir miðnætti um helgar. Umferðarslysum fækkaði um 10% frá árinu á undan. Telja þau 331 eða um eitt slys á dag að meðaltali. Minniháttar skemmdarverkum fækkaði um 18%. Tilkynningum um veggjakrot hefur fækkað ár frá ári. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 9% milli ára. Mest fjölgaði málum sem varða vörslu og meðferð fíkniefna. Hinsvegar fækkaði málum tengdum framleiðslu fíkniefna sem höfðu tekið mikinn kipp á síðustu árum. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2012 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Innbrotum, umferðarslysum og tilkynningum um veggjakrot fækkar ár frá ári á höfuðborgarsvæðinu en líkamsárásum fjölgar. Þetta er meðal þess sem sjá má þegar rýnt er í bráðarbirgðatölur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar öll skráð brot á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 eru skoðuð kemur fram að hegningarlagabrotum fækkaði um 12% samanborið við árið á undan. Innbrot hafa ekki verið færri á ári frá því talningar hófust hjá lögreglunni. Að meðaltali voru framin á bilinu tvö til þrjú innbrot á dag á árinu samanborið við fjögur á dag í fyrra og átta á dag árið 2009. Þegar hegningarlagabrot eru skoðuð sérstaklega kemur fram að árið 2012 fækkaði auðgunarbrotum um 13% frá árinu áður. Helgast þetta einkum af fækkun þjófnaða um 600 brot á milli ára. Þá fækkaði tilkynningum um kynferðisbrot nokkuð árið 2012 samanborið við árið 2011 eða um tæp þrjátíu prósent. Ofbeldisbrotum fjölgaði hins vegar lítillega, eða 4% á milli ára. Tæplega 40% allra líkamsárása átti sér stað í Miðborg Reykjavíkur, þar af þriðjungur í kringum skemmtanahald eftir miðnætti um helgar. Umferðarslysum fækkaði um 10% frá árinu á undan. Telja þau 331 eða um eitt slys á dag að meðaltali. Minniháttar skemmdarverkum fækkaði um 18%. Tilkynningum um veggjakrot hefur fækkað ár frá ári. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 9% milli ára. Mest fjölgaði málum sem varða vörslu og meðferð fíkniefna. Hinsvegar fækkaði málum tengdum framleiðslu fíkniefna sem höfðu tekið mikinn kipp á síðustu árum. Hafa ber þann fyrirvara á þessum upplýsingum að tölur fyrir árið 2012 eiga enn eftir að breytast. Þessar upplýsingar gefa þó innsýn í það hvert stefnir.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira