Lífið

Gekk nærri sér en komst í gott form

Jessica Alba var ekki lengi að koma sér í form eftir barnsburð.
Jessica Alba var ekki lengi að koma sér í form eftir barnsburð.
Leikkonan Jessica Alba er í hörkuformi þrátt fyrir að aðeins séu liðnir fimm mánuðir frá því að hún og eiginmaður hennar, Cash Warren, eignuðust sína aðra dóttur, Haven Garner.

Alba eignaði til að byrja með eldri dóttur þeirra, hinni þriggja og hálfs árs Honor Marie, heiðurinn af því hversu fljót hún var að ná fyrra formi eftir meðgöngu. Hún vildi meina að það að hlaupa á eftir Honor Marie allan daginn hefði komið henni í þetta ótrúlega form á svo stuttum tíma. Sú útskýring þótti þó aldrei mjög trúverðug.

Hún hefur nú ljóstrað upp raunverulegu ástæðunni fyrir árangrinum og segir hana vera æfingar með vinkonu sinni Kelly Patricof sem séu svo erfiðar að þær gangi nærri manni. Hún þakkar helst svokallaðri „burpees"- æfingu árangurinn, en það er æfing þar sem byrjað er liggjandi á maganum, tekin er ein armbeygja, staðið er upp og hoppað.

Spurning hvort nokkrar slíkar æfingar á dag séu ekki þess virði ef útkoman er þessi. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.