Landspítali – öryggisnet í eigu og þágu þjóðar Ólafur Baldursson og Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2012 06:00 Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum. Reynslan sýnir að sjúkrahús á Vesturlöndum eru ekki eins örugg og halda mætti og á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál og öflug alþjóðasamtök sett þau í forgang. Neytendur gera vaxandi kröfur til þess að þjónustan sé bæði skilvirk og örugg. Segja má að spítalar séu í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra flóknu verkefna sem þeir sinna og þess hversu viðkvæmir skjólstæðingar þeirra eru. Þess vegna er brýnt að gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum til að auka öryggi og gæði þjónustunnar og vinna stöðugt að umbótum á starfseminni. Í starfsáætlun Landspítala fyrir árið 2012 til 2013 sem nýlega kom út eru öryggi og gæði einmitt sett í forgang. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að efla öryggis- og gæðamenningu og auka enn frekar fagmennsku í vinnubrögðum og skilvirkum verkferlum. Þessi áhersla, og frábær frammistaða starfsfólks Landspítala, hefur gert mögulegt að standa vörð um öryggi sjúklinga þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Síðastliðin þrjú ár hafa einkennst af því að draga hefur þurft úr kostnaði á Landspítala enda hafa fjárframlög ríkisins til spítalans lækkað um 23% á þeim tíma. Ef tryggja á áfram gæði og öryggi þjónustunnar þarf að verða breyting á. Ef til frekari niðurskurðar kemur þarf að leggja af einhverja þjónustu en til að halda áfram frekari uppbyggingu er óhjákvæmilegt að fjárveitingar verði auknar og aðbúnaður bættur. Mikilvægt skref í þá átt er endurnýjun á húsnæði Landspítala og nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði. Einnig þarf að tryggja nýliðun og festu í starfi lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Slík sókn kostar óhjákvæmilega fjármuni enda eru húsnæði, tækjakostur og annar aðbúnaður forsendur þess að hægt sé að tryggja mönnun, öryggi og gæði. Sem faglegir ábyrgðarmenn munum við leitast við að efla enn frekar öryggis- og gæðastarf á spítalanum en til þess þurfum við hjálp íslensks samfélags og fjárveitingavalds til að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar, endurnýjun á húsnæði og tækjabúnaði. Landspítali er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar og það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja forsendur fyrir farsælu starfi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum. Reynslan sýnir að sjúkrahús á Vesturlöndum eru ekki eins örugg og halda mætti og á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál og öflug alþjóðasamtök sett þau í forgang. Neytendur gera vaxandi kröfur til þess að þjónustan sé bæði skilvirk og örugg. Segja má að spítalar séu í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra flóknu verkefna sem þeir sinna og þess hversu viðkvæmir skjólstæðingar þeirra eru. Þess vegna er brýnt að gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum til að auka öryggi og gæði þjónustunnar og vinna stöðugt að umbótum á starfseminni. Í starfsáætlun Landspítala fyrir árið 2012 til 2013 sem nýlega kom út eru öryggi og gæði einmitt sett í forgang. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að efla öryggis- og gæðamenningu og auka enn frekar fagmennsku í vinnubrögðum og skilvirkum verkferlum. Þessi áhersla, og frábær frammistaða starfsfólks Landspítala, hefur gert mögulegt að standa vörð um öryggi sjúklinga þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Síðastliðin þrjú ár hafa einkennst af því að draga hefur þurft úr kostnaði á Landspítala enda hafa fjárframlög ríkisins til spítalans lækkað um 23% á þeim tíma. Ef tryggja á áfram gæði og öryggi þjónustunnar þarf að verða breyting á. Ef til frekari niðurskurðar kemur þarf að leggja af einhverja þjónustu en til að halda áfram frekari uppbyggingu er óhjákvæmilegt að fjárveitingar verði auknar og aðbúnaður bættur. Mikilvægt skref í þá átt er endurnýjun á húsnæði Landspítala og nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði. Einnig þarf að tryggja nýliðun og festu í starfi lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Slík sókn kostar óhjákvæmilega fjármuni enda eru húsnæði, tækjakostur og annar aðbúnaður forsendur þess að hægt sé að tryggja mönnun, öryggi og gæði. Sem faglegir ábyrgðarmenn munum við leitast við að efla enn frekar öryggis- og gæðastarf á spítalanum en til þess þurfum við hjálp íslensks samfélags og fjárveitingavalds til að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar, endurnýjun á húsnæði og tækjabúnaði. Landspítali er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar og það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja forsendur fyrir farsælu starfi til framtíðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar