Balotelli: Skoraði mörkin fyrir mömmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 22:12 Balotelli fagnar ásamt De Rossi og félögum sínum. Nordicphotos/Getty Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni. „Í leikslok fór ég til móður minnar, það var besta stundin. Ég sagði henni að ég hefði skorað þessi mörk fyrir hana," sagði Balotelli en sigurinn í kvöld hafði greinilega mikla þýðingu fyrir ítalska framherjann. „Ég hef beðið eftir þessari stund lengi, sérstaklega þar sem móðir mín er orðin öldruð og getur ekki ferðast langt. Ég varð að gleðja hana fyrst hún lagði þetta ferðalag á sig. Faðir minn verður mættur á úrslitaleikinn í Kænugarði," sagði Balotelli en móðir hans var ekki sú eina sem var mætt til Varsjár. „Fyrir leikinn voru móðir mín, bræður mínir, mágkona mín og besti vinur öll við hliðarlínuna. Að hafa mitt nánasta fólk á staðnum kveikti auðvitað í mér," sagði Balotelli sem fagnaði síðar marki sínu með tilþrifum. Hann reif sig úr að ofan og sýndi upphandsleggsvöðva sína. Balotelli uppskar áminningu fyrir vikið. „Þeir urðu ekki reiðir vegna þess að ég fékk áminningu fyrir að fara úr treyjunni. Þeir sáu hins vegar líkamsbyggingu mína og urðu öfundsjúkir," sagði Balotelli sem hlakkar til úrslitaleiksins gegn Spánverjum. „Þetta var stórkostlegasta kvöld lífs míns hingað til. Vonandi verður sunnudagurinn enn betri," sagði Balotelli. Tengdar fréttir Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28. júní 2012 14:30 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni. „Í leikslok fór ég til móður minnar, það var besta stundin. Ég sagði henni að ég hefði skorað þessi mörk fyrir hana," sagði Balotelli en sigurinn í kvöld hafði greinilega mikla þýðingu fyrir ítalska framherjann. „Ég hef beðið eftir þessari stund lengi, sérstaklega þar sem móðir mín er orðin öldruð og getur ekki ferðast langt. Ég varð að gleðja hana fyrst hún lagði þetta ferðalag á sig. Faðir minn verður mættur á úrslitaleikinn í Kænugarði," sagði Balotelli en móðir hans var ekki sú eina sem var mætt til Varsjár. „Fyrir leikinn voru móðir mín, bræður mínir, mágkona mín og besti vinur öll við hliðarlínuna. Að hafa mitt nánasta fólk á staðnum kveikti auðvitað í mér," sagði Balotelli sem fagnaði síðar marki sínu með tilþrifum. Hann reif sig úr að ofan og sýndi upphandsleggsvöðva sína. Balotelli uppskar áminningu fyrir vikið. „Þeir urðu ekki reiðir vegna þess að ég fékk áminningu fyrir að fara úr treyjunni. Þeir sáu hins vegar líkamsbyggingu mína og urðu öfundsjúkir," sagði Balotelli sem hlakkar til úrslitaleiksins gegn Spánverjum. „Þetta var stórkostlegasta kvöld lífs míns hingað til. Vonandi verður sunnudagurinn enn betri," sagði Balotelli.
Tengdar fréttir Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28. júní 2012 14:30 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28. júní 2012 14:30