Erlent

Þeir fjórir sem saknað var úr snjóflóðinu eru heilir á húfi

Þeir fjórir fjallamenn sem saknað var eftir snjóflóðið í frönsku Ölpunum í gærdag reyndust allir heilir á húfi.

Um var að ræða tvo Breta og tvo Spánverja. Þessir fjórir einstaklingar höfðu allir skráð sig í gestabókina í skálanum í Chamonix þaðan sem fjallgönguhópurinn lagði af stað áður en hann lenti í sjnóflóðinu sem kostaði níu manns lífið.

Bretarnir höfðu ákveðið að hætta við ferðina um morguninn en Spánverjarnir höfðu selt tveimur löndum sínum pláss sín í ferðinna og eru þeir sem keyptu þau pláss í tölu látinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×