Obama hótar nú hernaði í Sýrlandi 22. ágúst 2012 02:00 Átökin þar í landi hafa kostað meira en tuttugu þúsund manns lífið. nordicphotos/AFP Beiti Sýrlandsstjórn efnavopnum í stríði sínu gegn uppreisnarmönnum, þá fer hún yfir strikið að mati Bandaríkjaforseta. Rússar enn andvígir íhlutun. Barack Obama segir að það hefði „gríðarlegar afleiðingar“ ef Sýrlandsstjórn tæki til við að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Það myndi breyta útreikningum mínum verulega,“ sagði Obama á mánudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Obama hótar hernaði gegn Sýrlandi. Hann tók þó fram að hann hefði ekki falið Bandaríkjaher að búa sig undir íhlutun, en sagði að þessi hótun gilti jafnt um uppreisnarmenn eða aðra sem tækju upp á því að beita efnavopnum: „Við höfum komið því skýrt á framfæri við alla aðila í þessum heimshluta, að þetta sé rauða strikið, og að það hefði gríðarlegar afleiðingar ef við færum að sjá einhverjar tilfæringar með efnavopn, eða beitingu efnavopna.“ Bandaríkin hafa ítrekað krafist þess að Bashar al Assad Sýrlandsforseti segi af sér. Þau hafa samt til þessa verið andvíg hernaðaríhlutun í Sýrlandi, að hluta vegna þess að slík íhlutun gæti orðið til þess að magna átökin og draga enn frekar úr líkunum á pólitískri lausn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki getað komið sér saman um afstöðu í málinu. Rússar ítrekuðu síðan í gær andstöðu sína við alla erlenda íhlutun í málefni Sýrlands: „Það eina sem erlendir aðilar ættu að gera er að skapa aðstöðu til þess að viðræður hefjist,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, daginn eftir að Bandaríkjastjórn viðraði í fyrsta sinn möguleikann á hernaðaríhlutun. Sýrlandsstjórn viðurkenndi í fyrsta sinn í síðasta mánuði að hún hefði yfir efnavopnum að ráða, en sagði jafnframt að þeim yrði einungis beitt gegn erlendu innrásarliði, ekki gegn heimamönnum. Sýrlensk stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað sagt hryðjuverkamenn standa að baki uppreisninni í Sýrlandi. Óljóst er af orðum stjórnvalda hvort hún myndi grípa til vopna gegn bardagasveitum erlendra íslamista, sem taldar eru hafa blandað sér í einhverjum mæli í átökin. Hörð átök geisa enn í Sýrlandi. Í gær féllu tugir manna, þar á meðal japönsk fréttakona sem var að fjalla um átökin í Aleppo, stærstu borg landsins. Í nágrannalandinu Líbanon eru átök einnig tekin að brjótast út milli stuðningsmanna stjórnar Assads og andstæðinga hennar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Beiti Sýrlandsstjórn efnavopnum í stríði sínu gegn uppreisnarmönnum, þá fer hún yfir strikið að mati Bandaríkjaforseta. Rússar enn andvígir íhlutun. Barack Obama segir að það hefði „gríðarlegar afleiðingar“ ef Sýrlandsstjórn tæki til við að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum í landinu. „Það myndi breyta útreikningum mínum verulega,“ sagði Obama á mánudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Obama hótar hernaði gegn Sýrlandi. Hann tók þó fram að hann hefði ekki falið Bandaríkjaher að búa sig undir íhlutun, en sagði að þessi hótun gilti jafnt um uppreisnarmenn eða aðra sem tækju upp á því að beita efnavopnum: „Við höfum komið því skýrt á framfæri við alla aðila í þessum heimshluta, að þetta sé rauða strikið, og að það hefði gríðarlegar afleiðingar ef við færum að sjá einhverjar tilfæringar með efnavopn, eða beitingu efnavopna.“ Bandaríkin hafa ítrekað krafist þess að Bashar al Assad Sýrlandsforseti segi af sér. Þau hafa samt til þessa verið andvíg hernaðaríhlutun í Sýrlandi, að hluta vegna þess að slík íhlutun gæti orðið til þess að magna átökin og draga enn frekar úr líkunum á pólitískri lausn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki getað komið sér saman um afstöðu í málinu. Rússar ítrekuðu síðan í gær andstöðu sína við alla erlenda íhlutun í málefni Sýrlands: „Það eina sem erlendir aðilar ættu að gera er að skapa aðstöðu til þess að viðræður hefjist,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, daginn eftir að Bandaríkjastjórn viðraði í fyrsta sinn möguleikann á hernaðaríhlutun. Sýrlandsstjórn viðurkenndi í fyrsta sinn í síðasta mánuði að hún hefði yfir efnavopnum að ráða, en sagði jafnframt að þeim yrði einungis beitt gegn erlendu innrásarliði, ekki gegn heimamönnum. Sýrlensk stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað sagt hryðjuverkamenn standa að baki uppreisninni í Sýrlandi. Óljóst er af orðum stjórnvalda hvort hún myndi grípa til vopna gegn bardagasveitum erlendra íslamista, sem taldar eru hafa blandað sér í einhverjum mæli í átökin. Hörð átök geisa enn í Sýrlandi. Í gær féllu tugir manna, þar á meðal japönsk fréttakona sem var að fjalla um átökin í Aleppo, stærstu borg landsins. Í nágrannalandinu Líbanon eru átök einnig tekin að brjótast út milli stuðningsmanna stjórnar Assads og andstæðinga hennar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira