Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2012 17:45 Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita