Æfingaleik Blackburn Rovers og NEC Nijmegen sem fram átti að fara í gær þurfti að blása af þar sem kastaðist í kekki milli stuðningsmanna félaganna.
Í yfirlýsingu frá hollensku lögreglunni kemur fram að stuðingsmenn Blackburn hafi lenti saman við stuðningsmenn hollenska félagsins í á laugardag.
„Bæjarstjórinn í Nijmegen hefur ákveðið að blása af æfingaleik NEC og Blackburn Rovers," segir í yfirlýsingunni en leikurinn átti að fara fram á árlegum hátíðardegi hollenska félagsins.
Reiknað var með um átta þúsund áhorfendum, mest megnis fjölskyldufólki á leikinn í dag. Ekki þótti skynsamlegt að láta leikinn fara fram í ljósi tíðinda gærdagsins.
Á heimasíðu Blackburn lýsir félagið því yfir að það sé, líkt og það hollenska, vonsvikið með að hætta hafi þurft við leikinn.
Blackburn lék sinn fyrsta æfingaleik í Hollandi á föstudagskvöld. Þá tapaði liðið 4-2 gegn Go Ahead Eagles.
Leik Blackburn þurfti að blása af vegna óláta
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn

Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti



„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti


